Andvari - 01.01.1997, Qupperneq 24
22
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
ANDVARI
bók hans um Jón Ólafsson frá Grunnavík (5. bindi, 1926) og Bréf
Bjarna Thorarensens í tveimur bindum (13. bindi, 1943 og 14. bindi
kom út að Jóni látnum, 1986); hinar eru Hrappseyjarprentsmiðja
1773-1794 (6. bindi, 1928), Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálks-
sonar (7. bindi, 1929) og Úr bréfabókum Brynjólfs biskups Sveins-
sonar (12. bindi, 1942). Jón kom á fót annarri ritröð á vegum Fræða-
félagsins: íslenzk rit síðari alda, sjö bindi. Þar af hefur hann sjálfur
gefið út fjögur bindi: Ármanns rímur eftir Jón Guðmundsson lœrða
(1637) og Ármanns þáttur eftir Jón Þorláksson (1. bindi, 1948), Lud-
vig Holberg, Nikulás Klím, íslenzk þýðing eftir Jón Ólafsson úr
Grunnavík (1745) (3. bindi, 1948), Móðars rímur og Móðars þáttur
(5. bindi, 1950) og Gamall kveðskapur (7. bindi, 1979). Einnig komu í
þessum flokki ljósprent tveggja kvæðabóka frá 17. öld, sem Jón gaf
út með inngangi, í sérhefti með hvorri bók, þar sem rækileg grein er
gerð fyrir handritunum og kvæðum þeim sem þau varðveita: Kvœða-
bók úr Vigur AM 148, 8vo (1955) og Kvœðabók séra Gissurar Sveins-
sonar AM 147, 8vo (1960).
Áður er minnst á Heiðreks sögu sem kom út hjá STUAGNL 1924,
en fyrir það félag gaf Jón út litla bók: Hándskriftet AM 445c, 1, 4to.
Brudstykker af Víga-Glúms saga og Gísla saga Súrssonar (1956), og
aðra með Jakobi Benediktssyni: Hákonar saga ívarssonar (1952).
Stærsta verk sem Jón vann að er Saga Óláfs konungs hins helga,
Den store saga om Olav den hellige, sem var prentuð í Osló á árun-
um 1930-1941, tvö bindi, samtals 1163 blaðsíður. Fyrra bindið kom út
í tveimur hlutum, hinn fyrri, 368 bls., 1930, síðari hlutinn, bls. 369-
654, 1933, en seinna bindið í einu lagi 1941. Nú á það ekki saman
nema að nafninu þegar talað er um að menn gefi út bækur. Oft
nefna menn sig útgefendur þótt þeir geri ekki annað en að sjá um
endurprentun á eldri bók, og að vísu er það réttmætt ef útgáfan er
endurskoðuð og borin saman við frumrit, sem getur orðið mikið
verk. En Saga Ólafs konungs hins helga er þannig unnin að textinn
var í fyrstu skrifaður upp eftir eldri útgáfu, en síðan borinn saman
við aðalhandrit sögunnar og prentaður stafrétt eftir því og skáletrað
allt sem var leyst úr böndum. Þannig frágangur texta er bæði seinleg-
ur og krefst mikillar og sívakandi nákvæmni. Síðan voru önnur hand-
rit borin saman við aðaltextann, sum heil, sum skert og sum rytjur
einar, samtals á fjórða tug handrita og handritabrota, og öllum orða-
mun raðað upp og hann síðan prentaður neðanmáls við aðaltexta.