Andvari - 01.01.1997, Qupperneq 29
andvari
JÓN HELGASON
27
tve§gja binda: Skúli Magnússon. Beskrivelse af Gullbringu og Kjósar
sýslur (1785) (4. bindi, 1944), og: Skúli Magnússon. Forsóg til en kort
Beskrivelse af Island (1786) (5. bindi, 1944). Höfundar bóka í þessari
ritröð voru víða að: danskir, enskir, íslenskir, norskir, svissneskir,
saenskir og þýskir.
Ollum höfundum þeirra bóka og greina sem hafa komið út í þeim
bindum af Bibliotheca Arnamagnæana sem Jón ritstýrði kemur sam-
an um að hann hafi ekki tekið þegjandi hverju sem að honum var
rétt. Hann las öll handrit höfundanna vandlega yfir og gerði athuga-
semdir við það sem hann var ekki ánægður með, var óspar á tillögur
um breytingar og lagfæringar. Hann var kröfuharður um orðafar og
framsetningu, og gilti þá einu á hvaða tungumáli var skrifað, og ekki
var síður tekið hart á illa rökstuddum tilgátum og kenningasmíð sem
honum þótti standa á völtum fótum. Pá átti hann til að orða athuga-
semdir þannig að sveið undan, en jafnframt var hann ósínkur á að-
stoð og leiðbeiningar. Hann var vís til að umbylta greinum sem hann
hafði fengið til birtingar og semja heila kafla upp að nýju. Af því hef
ég reynslu, og auðvitað sá ég að mín grein hafði batnað til mikilla
muna eftir meðferðina hjá Jóni, en ég tók þá stefnu að fara ekki að
öhu eftir tillögum hans, heldur reyna að finna enn betri lausnir, og
það var sá skóli sem ég vona að ég hafi búið að síðan. Pá reynslu er
ég ekki einn um. Sjö höfundar bóka í ritröðinni Bibliotheca Arna-
magnæana hafa lýst skiptum sínum við Jón í greinum sem birtust í
39. bindi, bls. 1-18, undir fyrirsögninni: ‘Jón Helgason (1899-1986)
som redaktpr af Bibliotheca Arnamagnæana’, og hafa allir sömu
sögu að segja. En kröfum Jóns til bóka er best lýst með orðum hans
sjálfs:
Sú bókin er ekki vönduðust sem mest hefur af íburði og ytra skrúði, heldur
sú sem ber þess vott í hverri setningu, í hverju orði, í hverjum bókstaf, að um
hana hefur verið fjallað af rækt og alúð.4
betta stendur í grein hans, ‘Skírnir og íslenzkan’, sem birtist í þriðja
hefti tímaritsins Frón sem Hafnarstúdentar gáfu út á árunum 1943-
1945. Þá grein þyrftu fleiri að lesa en þeir sem ennþá eiga eintak af
Fróni, og ekki síst þeir sem leggja stund á íslensk fræði í Háskóla ís-
lands, að ég ekki tali um þá sem ritstýra blöðum og tímaritum á ís-
landi um þessar mundir. I greininni tók Jón fyrir bágborinn frágang
°g málfarið í tveimur árgöngum Skírnis (1941 og 1942) og hafði sér-