Andvari - 01.01.1997, Qupperneq 32
30
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
ANDVARI
ætlaðar til að vinna málstaðnum gagn. En þeir sem unnu málstað ís-
lendinga mest gagn í handritamálinu voru ekki þeir sem hæst höfðu,
heldur hinir sem unnu að lausn málsins og að mestu í kyrrþey. - Ég
hygg á enga hallað þótt ég nefni þar fyrsta til Sigurð Nordal prófess-
or og Gylfa Þ. Gíslason, frv. menntamálaráðherra, en um þátt Jóns í
lausn málsins segir Gylfi í minningarorðum um hann í Morgunblað-
inu 23. janúar 1986:
I síðasta áfanga viðræðnanna um afhendingu handritanna voru aðalráðgjafar
dönsku ríkisstjórnarinnar þeir Palle Birkelund ríkisbókavörður og Peter
Skautrup prófessor. Þeir fóru þess á leit við Jón Helgason, að hann tæki um
stund þátt í viðræðunum um ýmis vandasöm úrlausnarefni. Veit ég, að orð
hans vógu þungt í eyrum hinna dönsku fræðimanna, og þau áttu mikilvægan
þátt í því, að niðurstaða viðræðnanna varð á þá leið, að íslendingar gátu vel
við unað.
Deilur um handritamálið voru leiðinlegar, en af þeim leiddi þó eitt
hið mesta happ sem íslensk fræði hefur hent. Eitt var það, að 1. apríl
1956 var Árnasafni breytt í Stofnun Árna Magnússonar (Det arna-
magnæanske Institut) og handritin flutt í rúmgott og skemmtilegt
húsnæði í gamalli byggingu (Proviantgárden) á Kristjánsbryggju í
Kaupmannahöfn við hliðina á Konungsbókhlöðu. Þar hafði verið
innréttuð handritageymsla, ljósmyndastofa, viðgerðarstofa, skrifstofa
forstöðumanns, lestrarsalur með handbókasafni og athvarf fyrir
fornmálsorðabókina. Þá komu einnig til fjárveitingar til starfsemi
stofnunarinnar. Þar með hófst gullöld íslenskra fræða með vísinda-
legri útgáfustarfsemi, fyrst í Danmörku og síðar á íslandi, því að
auðvitað sáu íslendingar að þeir gátu sóma síns vegna ekki unað því
að verða eftirbátar Dana á þessu sviði.
Um það bil sem þessari stofnun var komið á fót hratt Jón af stað
nýrri röð af textafræðilegum útgáfum: Editiones Arnamagnœanœ,
Series A og B. Jón var sjálfur umsjónarmaður og ritstjóri þessarar
ritraðar, og undir hans stjórn komu út þrjátíu bindi. Þar af gaf hann
sjálfur út íslenzk fornkvœði (þ. e. íslensk þjóðkvæði frá síðari öldum
ásamt þýðingum á dönskum þjóðkvæðum) í átta bindum og að auki
annað heftið af Byskupa sggum, sem áður er minnst á. Bækurnar í
þessari ritröð hafa fræðimenn frá ýmsum löndum gefið út: Amerík-
anar, Danir, Englendingar, íslendingar, Svíar og Þjóðverjar, og að
langmestu leyti unnið að útgáfunum innan veggja stofnunarinnar.