Andvari - 01.01.1997, Page 34
32
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
ANDVARI
Opuscula Vol. VII. Bibliotheca Arnamagnæana XXXIV, bls. 318-
325, og ‘Jón Helgason. Bibliografi 1980-86 ved t Agnete Loth’ Op-
uscula Vol. IX. Bibliotheca Arnamagnæana XXXIX. Kóbenhavn
1991, bls. 301-02.
Enda þótt Jón Helgason hafi varið mestum tíma sinnar starfsævi
við rannsóknir handrita og útgáfur texta og unað sér vel við þá iðju
hygg ég að þær greinar íslenskra fræða sem honum voru hugstæðast-
ar hafi verið íslensk tunga að fornu og nýju og gamall og nýr skáld-
skapur, allt frá eddukvæðum og dróttkvæðum til Unu skáldkonu
Jónsdóttur í Vestmannaeyjum. En af fræðimönnum þeim sem höfðu
fengist við fornan skáldskap hafði hann Andreas Heusler í mestu
uppáhaldi, og hann sker ekki utan af lofinu um Heusler í grein sinni
‘Að yrkja á íslenzku’:
Enginn maður hefur haldið fram ágæti hinna órímuðu en stuðluðu hátta,
fornyrðislags og ljóðaháttar sem við köllum, með annarri eins alvöru og ann-
arri eins sannfæringu og Andreas Heusler, hinn mikli svissneski forustumað-
ur í germönskum fræðum og skilningsfrömuður íslenzkra fornbókmennta, sá
maður sem meiri alúð hefur lagt við fornan skáldskap germanskra þjóða en
nokkur annar og skynjað hann næmari listamannshlustum. Hann játar kosti
lokarímsins, einkum hljómþýðleik þess og viðkunnanleik. Honum er auðvit-
að fullljóst að það seilist víðar og getur tengt margvíslega saman ljóðlínur
innan heils erindis, þar sem stuðlunum er varnað að sameina meira en tvær
grannlínur. Lokarímið er voðfellt og notalegt, gangurinn jafn og þýður í
þeim háttum er því fylgja.
Hinir fornu stuðlahættir eru annars eðlis. Auðkenni þeirra er ekki þýðleiki
og mildi heldur harðar áherzlur, mikilvægum orðum fylgt fast eftir, skörp
greining atriðisorðanna frá hinum sem minna kveður að, ekki jafnar mjúkar
línur heldur flugstígur um fjöll og brekkur, - ákefð, móður, ástríða, ekki lull
heldur stökk.10
Jón tekur 8. erindi Atla kviðu sem dæmi um hina fornu stuðlahætti
og skáletraði ris eða áherslusamstöfur:
Hvat hyggr þú brúði bendu
þá er hón okkr baug sendi
vahnn vflðum heiðingja,
hygg ek at hón vörnuð byði!
Hár fann ek heiðingja
riðit í hring rauðum,
ylfskr er vegr okkarr
at ríða 0rindi.