Andvari - 01.01.1997, Síða 36
34
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
ANDVARI
verið fært úr lagi. Af þessum ástæðum hef ég ráðizt í að safna saman í þetta
kver því litla sem mér finnst viðkunnanlegra að menn þekki óbjagað en bjagað.
Þess skal getið að kvæðin eru ekki ort við hæfi hljóðvilltra manna, hvorki
þeirra sem enga grein kunna á i og e, né þeirra sem rugla saman hv og kv.
Þegar kvæðin í þessari bók birtust kom mörgum manni á óvart að
Jón hafði raunar ort fleira en gamankvæði og flím. Bókin seldist upp
á skömmum tíma, en önnur útgáfa með viðaukum og úrfellingum
kom út 1948. í þessum ljóðabókum birtust kvæði sem brátt urðu á
allra vörum: Lestin brunar, Á afmæli kattarins, Á Rauðsgili, í vor-
/ /
þeynum, Við Tungná, Til höfundar Hungurvöku, I Arnasafni, og
önnur útgáfa hófst á kvæðinu Áfangar. Þetta eru kvæði sem ævinlega
verða talin með því sem fegurst og best hefur verið ort á íslenska
sýnishorn af gamankveðskap Jóns, hinum saklausari, er
‘Minni Leníns’, sem ég stelst til að taka hér upp í heilu lagi:
Um Lenín, sem ríkir í rauðustum heim
og refsar með blóðugu straffi,
ég yrki mitt kvæði af ástæðum þeim
að öðlingur sá gaf mér kaffi,
og með því var framreitt hið fínasta brauð
eins og framast var kostur að torga.
Það var lagsmaður Símsen sem lostætið bauð,
en Lenín mun þurft hafa að borga.
í austrinu hervæðist harðsnúið lið
og hanarnir blóðrauðir gala,
því líta menn víða í löndunum við,
um Lenín er verið að tala.
Mig furðar ekki’ á þó að frægð þessa manns
sé flogin um gjörvallar álfur:
fyrst svona er aumasti húskarlinn hans,
hvflíkur mun hann þá sjálfur?
En þessi er skýring Jóns við kvæðið:
Ort 1920. Hendrik Siemsen-Ottósson var nýkominn frá Rússlandi og var
sagður hafa rússneskt gull meðferðis. Ég drakk með honum kaffi á landa-
móti. Fróðir menn hafa sagt mér að Leníns muni þarna fyrst getið í kvæði á
íslenzku.12
í ljóðabók Jóns, Úr landsuðri, voru fáein þýdd kvæði, en auk þess
tun^u.
Ágætt