Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Síða 38

Andvari - 01.01.1997, Síða 38
36 ÓLAFUR HALLDÓRSSON ANDVARI sér fara. Eftir náin kynni af því sem hafði verið ritað á íslensku á fyrstu öldum bókmennta vissi hann betur en nokkur maður annar hvað var hrein íslenska og miður hrein, og um það efni leiðbeindi hann mörgum manninum, stundum með þeirri vinsemd og alúð sem honum var lagið, en stundum með orðbragði og kárínum sem honum var einnig lagið og menn rekur lengi minni til. Bækur Halldórs Lax- ness hafa ekki versnað við að Jón las þær margar hverjar í handriti og próförkum. En þótt hann hafi sniðið af þeim fáeina hnökra hefur hann ekki hróflað við stílnum; stílinn á bókum sínum á Halldór sjálf- ur. Hrókur alls fagnaðar Jón Helgason var ræðumaður með ágætum, frábær lesari bæði á ljóð og óbundið mál, mikill skemmtunarmaður, jafnt á fundum og mannamótum sem á vinnustað og á heimili sínu, spéfugl og háðfugl, orðhvatur og stundum meinyrtur, svo að sumum þótti nóg um. Hann var duglegur að sækja fundi í félagi Hafnarstúdenta og má segja að hann hafi verið þar hrókur alls fagnaðar frá því að hann kom fyrst til Hafnar og fram á elliár. Kona Jóns, sem hann gekk að eiga 29. júní 1923, Þórunn Ástríður Björnsdóttir frá Grafarholti (f. 25. mars 1895, d. 7. maí 1966) hygg ég að hafi átt ólítinn þátt í að skapa þær aðstæður á heimili þeirra að Jón gat sinnt áhugamálum sínum og störfum ótruflaður heima hjá sér eins og hann sjálfur kaus. Að því er ég best veit sá hún að mestu um allt veraldarvafstur fyrir heimilið, bæði fjármál og aðdrætti. Ég kynntist henni sem hæglátri konu og hlýrri í viðmóti. Lengst af áttu þau heima í einbýlishúsi á Kjærstrupvej 33 í Valby. Þar hafði Jón rúmgott vinnuherbergi þar sem allir veggir voru þaktir bókum, en auk þess var mikið bókasafn í kjallara hússins, og gekk sú saga að sumir rithöfundar íslenskir bæru kvíðboga fyrir hvort bækur þeirra mundu lenda í kjallaranum á Kjærstrupvej 33, eða hvort þeim hlotn- aðist sá heiður að komast í hillur á efri hæðinni. En það var al- kunnugt að Jón hafði lítið álit á sumum þeim rithöfundum og skáld- um sem hvað mest var hampað hér heima á íslandi og einna helst til mótvægis við Halldór Laxness.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.