Andvari - 01.01.1997, Qupperneq 42
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
Þjóðhetjan Jón Sigurðsson
Sumarið 1875 kom fyrsta löggjafarþing íslendinga saman, ári eftir að Krist-
ján IX. hafði fært íbúum hjálendunnar í norðri langþráða „frelsis-skrá í
föðurhendi,“ svo vitnað sé til hyllingarkvæðis Matthíasar Jochumssonar til
konungs.1 Að hætti hins sparsama íslenska bónda, sem vonaði hið besta en
bjóst við hinu versta, fóru þingmenn almennt sparlega með skattfé lands-
manna á þessu þingi og gáfu með því tóninn fyrir fyrstu starfsár löggjafar-
samkundunnar. Stórum hluta skattteknanna á þessum árum var komið fyr-
ir í varasjóðum á meðan bættar samgöngur og önnur þjóðþrifamál af svip-
uðum toga máttu sitja á hakanum.2 Þrátt fyrir almenna sparsemi þing-
manna var borið upp frumvarp fyrir þingið árið 1875 um sérstök heiðurs-
laun Jóni Sigurðssyni til handa, en þeim var ætlað að launa forsetanum
dygga þjónustu hans við þjóðina næstu áratugina á undan.3 Af þessu tilefni
varð einum þingmanni að orði:
að hann þyrfti ekki að fara mörgum orðum um mál þetta, því að það mælti bezt sjálft
með sjer, þar sem hjer ætti sá maður í hlut, sem öllum fremur,. . . hefði unnið af góð-
um og hreinum hug með einstökum áhuga og fylgi fyrir frelsi og framförum íslend-
inga, og það öldungis launalaust, og ef til vill, með því að fara á mis við alla viður-
kenningu hins opinbera . . . Þingið ætti því heiður og þökk skilið; það yrði því til
sóma, og niðjum vorum til uppörvunar, að feta í fótspor þessa síns einstaka frelsisvin-
ar, sem ísland aldrei mundi gleyma . . *
Sá sem mælti svo skörulega fyrir heiðurslaunum frelsishetjunni til handa
var sannarlega enginn öfgamaður í sjálfstæðisbaráttu íslendinga, því þetta
var hinn grandvari embættismaður Þórður Jónasson dómstjóri Landsyfir-
réttar, sem hafði m.a. gegnt embætti stiftamtmanns um árabil á síðari hluta
sjöunda áratugarins. í tengslum við framgöngu Þórðar í Norðurreiðarmáli
Skagfirðinga um miðja 19. öld fellir Ólafur Oddsson þann dóm um hann að
Þórður hafi verið „hægfara embættismaður, trúr og auðsveipur dönsku
stjórninni,“ og að hann hafi auk þess haft „illan bifur á þróun mála heima
og erlendis.“5 Samt sem áður hafði Þórður hið mesta dálæti á Jóni Sigurðs-
syni og vildi fyrir hvern mun verðlauna hann fyrir fórnfúst starf að frelsis-