Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1997, Side 51

Andvari - 01.01.1997, Side 51
ANDVARI ÞJÓÐHETJAN JÓN SIGURÐSSON 49 um bænda, en þeir óttuðust hækkun kaupgjalds ef fólk fengi að flytjast óhindrað til sjávarsíðunnar.37 En ástæðan var ekki síður óttinn við vöxt þéttbýlisins og það lífsmynstur sem þar tíðkaðist. í sveitinni strituðu kyn- slóðirnar saman að ræktun landsins og unglingar vöndust á stöðuga vinnu sem þótti affarasælli en skorpuvinnan við sjávarsíðuna.38 Grunnur þessa viðhorfs var sú skoðun að vinnan væri „móðir allrar tímanlegrar velgengni °g hagsældar, iðjuleysið undirrót og uppspretta vesaldóms, ódyggða og lasta“, svo vitnað sé til fyrirlestrar um heimilislífið sem flutt var af sunn- lenskum presti seint á síðustu öld.39 Sumir gengu svo langt að hvetja menn til vinnu þótt hún skilaði engum efnahagslegum arði, í því skyni að forðast iðjuleysið; „að tæta prjónles mun ganga næst því að gjöra ekki neitt . . .“ segir t.d. Halldór Þorgrímsson í grein í tímaritinu Höldur, „þó er engin vinna svo vesöl og arðlítil, að ekki sje betra en iðjuleysið, því það er orsök til margs ills.“40 í þessu lá einmitt helsti ókostur sjómennskunnar að mati fþargra 19. aldar manna. Þannig harmaði greinarhöfundur sem skrifaði í Isafold árið 1885 stækkun báta við Faxaflóa af því að þá gat „hver og einn, hversu blásnauður sem hann var, byrjað búskap og hjúskap og svalað með því fýsnum sínum og öðlast hið ímyndaða frelsi, að losna við að verða öðr- urn háður sem hjú . . .“ Með þessu losnaði fólk „við hið sístarfandi og að rnörgum þykir daufa og tilbreytingarlausa sveitalíf, en öðlazt sjávarlífsins irnynduðu sælu: iðjuleysi þá daga sem ekki er á sjóinn farið, . . . svall og munað; og vegurinn þá orðinn skemmri til tómthúsmennskunnar.“41 Lengi varði íslensk vinnulöggjöf þessa heimsmynd, en hún bannaði svo- nefnda lausamennsku og takmarkaði mjög möguleika fólks til að setjast að í þéttbýli.42 Allt fram á miðja 19. öld er ekki svo að sjá að dönsk stjórnvöld hafi haft mikið við löggjöfina að athuga, enda var danskt atvinnulíf og verslun ýmsum takmörkunum háð á einveldistímanum. Samþykkt svo- uefndrar júnístjórnarskrár í Danmörku árið 1849 hafði þó í för með sér miklar breytingar í þessum efnum, þar sem hún gerði ráð fyrir að at- vinnufrelsi manna nyti sams konar lögverndar og eignarrétturinn.43 í sam- ræmi við stjórnarskrána var dönsk efnahagslöggjöf færð í átt til meira frjálsræðis á árunum eftir miðja öldina, sem kom m.a. fram í afnámi gilda í hæjum og vinnukvaða í sveitum.44 Þessir vindar bárust norður til íslands nokkrum árum síðar, en árið 1855 var milliþinganefnd falið að endurskoða atvinnulöggjöfina að undirlagi Dana. Eftir nokkurra ára yfirlegu komst uieirihluti nefndarinnar að þeirri niðurstöðu að óheft atvinnufrelsi ætti alls ekki við á íslandi, af því að það myndi óhjákvæmilega grafa undan allri reglu í landinu. Rökin voru í svipuðum dúr og rakin voru að ofan: A íslandi . . . er á sumum tímum árs, hægt að vinna sér mikið inn, en það er um ver- tíðarnar, einkum á veturna, þegar sjórinn á einum degi getur veitt meiri ávinning en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.