Andvari - 01.01.1997, Qupperneq 52
50
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
ANDVARI
margra daga vinna, og um heyannatímann, þegar sveitabóndinn verður að taka
kaupafólk og borga því vel . . . Það leiðir af þessu, að maður, sem kann nokkurn veg-
inn til vinnu á hægt með að komast af með það, sem hann vinnur sér inn á hinum
áminnstu árstímum, þó hann að mestu leyti gangi iðjulaus hinn tímann, en af lifnað-
arhætti þessum leiðir aptur ýmsa óreglu, drykkjuskap, ferðaslark, sveitagang o.fl.;
auk þessa er þessi frjálsi lifnaðarháttur svo árennilegur, að ef hverjum, sem vildi, væri
heimilt að vera í lausamennsku, mundu flest hjú á Islandi án alls efa kjósa þessa
stöðu, heldur en að fara í vist . . ,45
Jón Sigurðsson tók ekki virkan þátt í þessum umræðum og minntist hann
reyndar sjaldan á atvinnufrelsi í skrifum sínum. Þó má sjá af fyrstu grein
hans um Alþingi að honum var atvinnufrelsið kært; líkt og önnur per-
sónuleg réttindi „má atvinnufrelsi og verzlunarfrelsi ekki missa, þar sem
nokkuð fjör og dugnaður á að komast á fót,“ skrifaði hann, „og má í því
skyni ekki hafa stundarskaða nokkurra manna fyrir augum . . .“46 Erfitt er
að skilja þessi orð á annan hátt en þann að hann hafi skipað sér í sveit með
þeim sem töldu atvinnufrelsið mikilvægan þátt í þegnréttindum borgaranna
og reyndar nauðsynlega forsendu nútímasamfélags.47 Slíkar hugmyndir
voru í hróplegu ósamræmi við lífssýn íslenska bændasamfélagsins, þar sem
hræðsla við upplausn var mjög lífseig.48 Höft á frelsi „undirfólks“ til at-
vinnu voru samfélagsleg nauðsyn, sagði t. d. einn þingmaður árið 1861,
„ekki einúngis bændanna vegna . . . heldur er það sjálfs þess vegna, að það
sjálft ekki komist á ríngulreið, og verði hópum saman eins og ráðlausar
skepnur, því of mikið frelsi það er aðhaldslaust sjálfræði, og það verður
það versta ófrelsi.“49
Stjórnmálaforinginn Jón Sigurðsson
Þrátt fyrir að greina megi ólíkar áherslur í pólitík Jóns Sigurðssonar og ým-
issa stuðningsmanna hans á þingi var það tæpast nema í orrahríð fjárkláða-
málsins sem hann lenti verulega upp á kant við umbjóðendur sína. Reynd-
ar mætti hann nokkrum mótbyr þegar hann sóttist eftir kosningu á þjóð-
fund, en þar virðist óánægja með kostnað vegna ferða Jóns til Alþingis hafa
ráðið meiru en málefnalegur ágreiningur. Jóni voru til dæmis ekki vandað-
ar kveðjurnar í nafnlausu bréfi sem gekk um Vestfirði árið 1850, en þar
sagði bréfritari að allir hafi viljað „útnefna duglegan, lærðan, hollan og föð-
urlandið elskandi verkamann“. Þess í stað hafi þeir hlotið „þann ómót-
mælanlegasta ómaga og nokkuð í þess háttar öðrum fullkomnari. Sýnist
því, að allt það starf væri framvegis af biðjandi með öllu, því að nóga hefur
bændalýðurinn að forsorga, bæði eigin ómaga sína og alla hina, sem ei má í
stuttu máli telja.“50 Úr mótmælum Vestfirðinganna má einnig lesa lítt dul-