Andvari - 01.01.1997, Page 55
andvari
ÞJÓÐHETJAN JÓN SIGURÐSSON
53
að sú aðferð, að drepa allt niður sem veikt verður, eða bæði sjúkt og heilbrigt, án
þess að reyna nokkrar lækningar, án þess að bæta fjárrækt sína og húsakynni, og án
þess að taka sér fram í neinu, sé ekki einúngis svo grimmúðugt, að það líkist villiþjóð-
um - og það verra, sem það er auðvirðilegra að vera fjárböðlar en mannböðlar, -
heldur og einnig svo hættulegt fyrir bjargræði manna, að það geti valdið hallæri í
landinu . . . Menn hafa áður haft þá reglu, að reyna til að hindra samgaungur og
byrgja úti sóttir með því. En nú eru flestir komnir á það mál, að sóttir verði ekki úti-
byrgðar með þessu móti . . . en það sé bezta ráðið til að varna sóttum, að bæta þrifn-
að og aðbúnað meðal fólks, stuðla til þess, að fólk lagi lifnaðarháttu sína eptir skyn-
samlegum heilbrigðisreglum . . .M
I augum Jóns var fjárkláðamálið því barátta á milli vísinda og hjátrúar, nú-
hma og fortíðar - eða, svo vitnað sé til yfirlýsingar hans og H. C. Tschern-
lngs yfírdýralæknis sem birtist í blaðinu Fœdrelandet árið 1862, „Kampen
lrnellem Nedslagtning og Cur er en Kamp imellem Fremskridt i en af
Landets vigtigste Næringsveie paa den ene, og en Stillestaaen eller Til-
^agegang paa den anden Side.“65 í þessari baráttu fóru hugmyndir Jóns og
stjórnarinnar saman og ekki vildi Jón skirrast við að leiða alþýðuna frá
villn síns vegar þótt það kostaði samvinnu við erkióvininn sjálfan.66 Eftir á
hyggja er alls ekki ljóst hvor hópurinn hafði rétt fyrir sér, niðurskurðar-
eða lækningamenn. Við kjöraðstæður hefði sjálfsagt verið hægt að útrýma
kiáðanum með lækningum, en þrátt fyrir ríflegar fjárveitingar og nær ótak-
^nörkuð völd tókst þeim félögum Jóni Sigurðssyni og H. C. Tscherning ekki
^tlunarverk sitt og fjárkláðinn gaus upp hvað eftir annað á næstu árum.67
Lekking íslenskra bænda á notkun kláðalyfja, aðstæður í landbúnaði og
skipulag landsstjórnar á íslandi gerði það að verkum að þótt lækningar
væru fræðilega mögulegar var erfitt að beita þeim í reynd.6S
A sjöunda áratugnum hurfu óvinsældir Jóns Sigurðssonar nokkuð snögg-
ega þegar stjórnarskrár- og fjárhagsmál komust aftur í brennidepil stjórn-
ntálanna á íslandi. Það var reyndar ekki fyrst og fremst fyrir baráttugleði
slendinga að farið var að hreyfa þessum málum á ný eftir áratugar lægð í
hjölfar þjóðfundar, heldur er frumorsakarinnar að leita í Danmörku og
reytingum í dönskum stjórnmálum sem urðu við sigur svonefndrar Egðu-
stefnu í Kaupmannahöfn á árunum í kringum 1860. Trúir skoðunum sínum
rn því um miðja öldina vildu nationallíberalar, sem þá voru við stjórnvöl-
lnih koma dönsku þjóðríki á fastari grundvöll með því að láta hið þýsku-
jnælandi hertogadæmi Holtsetaland róa sína leið en innlima hins vegar að
ulln hina hálfdönsku Slésvík í danska ríkið. Þar með gáfu þeir upp alríkis-
stefnuna sem hafði verið lögð til grundvallar friðarsamningum í kjölfar
stn'ðs um hertogadæmin á árunum 1848-1850, ekki síst að kröfu Rússa. Til-
raun dönsku stjórnarinnar til að endurvekja Egðustefnuna á sjöunda ára-
ugnum endaði reyndar með skelfingu, af því að Bismarck kanslari Prúss-