Andvari - 01.01.1997, Side 57
andvari
ÞJÓÐHETJAN JÓN SIGURÐSSON
55
ekki væri nema fyrir þá sök að óréttlátt hlýtur að teljast að krefja danska
Þjóð um endurgreiðslu skuldar sem til var komin vegna ágóða einvalds
konungs af íslandi. Á fyrri tíð skipti þjóðerni konungs ekki miklu máli og
reyndar má deila um hvort Danakonungar hafi ekki fremur verið þýskir en
danskir, og eins er óljóst að íslendingar hafi farið eitthvað verr út úr sam-
skiptum sínum við konung en þegnar hans í öðrum hlutum ríkisins.73 Að
lokum má benda á að í útreikningum Jóns skipta afgjöld af jörðum kon-
Ungs og kirkju verulegu máli, auk andvirðis þeirra jarða sem runnið höfðu
Ur opinberri eigu eftir að farið var að selja kirkju- og konungsjarðir á 18.
öld. Jón veltir hins vegar lítið fyrir sér eignarrétti á jörðum konungs, sem
flestar höfðu verið teknar af kaþólsku kirkjunni við siðaskipti og hefðu því
att að teljast eign hennar fremur en íslensku þjóðarinnar. En í sjálfu sér
skipta slíkar vangaveltur ekki miklu máli af því að vandamálið er alls ekki
hvort reikningarnir eru réttir eða rangir, eða þá hvort íslendingar höfðu
rétt til að krefjast slíkra skaðabóta eður ei. Islendingar höfðu vitanlega
engin meðul til að láta Dani viðurkenna misgjörðir fortíðarinnar, hvað þá
til að neyða þá til að bæta fyrir þær. Það sem máli skipti var fyrst og fremst
að Islendingar tryðu sjálfir á reikningskröfuna og að Danir væru tilbúnir að
lata framlag af hendi, og þá skipti ekki öllu þótt Danir litu sjálfir á framlag-
’ð sem ölmusu. Mjög ólíklegt hlýtur að teljast að Jón Sigurðsson hafi trúað
jflint á eigin kenningar, en þær gerðu engu síður það að verkum að íslend-
lngar gátu tekið við aðstoð Dana með góðri samvisku og án þess að verða
Ser til minnkunar fyrir vikið.
I minningu þjóðarinnar um Jón Sigurðsson er það baráttumaðurinn fyrir
sjálfsforræði þjóðarinnar sem hefur lifað, en frjálslyndið er aðeins sem
daiifur undirtónn í stjórnmálaskoðunum hans. Ástæða þessa er sennilega
su að Jón lagði litla áherslu á frjálslyndar skoðanir sínar mestan hluta
stjórnmálaferils síns, sem sést m. a. af því að hann þagði þunnu hljóði þeg-
ar Alþingi neitaði að samþykkja trúfrelsi á íslandi á þingunum 1863 og 1865
eða þegar rætt var um frelsi vinnufólks á íslandi til að velja sér atvinnu og
úsetu að eigin geðþótta árið 1861. Þetta kann að þykja undarlegt þegar
afl er í huga að við upphaf stjórnmálaferils síns þótti Jóni þessi réttindi
Sv° sjálfsögð að þeim gæti enginn mælt mót. Eins kann að þykja þver-
stæðukennt að Arnljótur Ólafsson, sem hlýtur að teljast ódeigasti málsvari
/jalshyggjunnar á þingi á sjöunda áratugnum, var einn harðasti andstæð-
mgur Jóns á þeim árum meðal þjóðkjörinna þingmanna. Þögn Jóns í frelsis-
Urnræðunum vil ég skýra með tvennum hætti. í fyrsta lagi var hann umfram
u lt raunsæismaður í stjórnmálum og sem slíkur gerði hann sér fulla grein
ynr að einstaklingsfrelsið naut lítils stuðnings á íslandi. Barátta fyrir at-
pnnufrelsi var því tæpast líkleg til að afla fylgis, og því lét hann hana vera.
öðru lagi má greina að honum þóttu önnur baráttumál brýnni en einstakl-