Andvari - 01.01.1997, Page 59
andvari
ÞJÓÐHETJAN JÓN SIGURÐSSON
57
hans gátu aldrei fundið sannfærandi mótleik gegn eindreginni þjóðernis-
stefnu hans; öll eftirgjöf á ýtrustu kröfum hljómaði eins og svik við þjóðina
°g samningar við stjórnina voru því útilokaðir. Borið hefur á gagnrýni
seinni tíma manna á þessa stefnu Jóns á þeirri forsendu að það hafi ekki
Verið „þeir sem gerðu hinar ýtrustu kröfur sem þokuðu því áfram skref fyr-
lr skref, heldur hinir hógværu sem losuðu um sjálfhelduna sem sjálfstæðis-
málið rataði aftur og aftur í.“78 Erfitt er að fallast á þetta mat, þrátt fyrir að
einstrengingsleg stefna Jóns virðist ekki hafa skilað miklum sýnilegum ár-
angri, a. m. k. ekki á meðan hann lifði. Fyrir það fyrsta verður árangur
sjalfstæðisbaráttunnar varla þakkaður „hinum hógværu“, einfaldlega vegna
Þess að pólitísk áhrif þeirra voru alla tíð mjög takmörkuð. Fyrstu tvö skref-
ln 1 átt til sjálfstæðis Islendinga, þ. e. stöðulögin árið 1871 og stjórnarskráin
arið 1874, voru ákvörðuð einhliða af dönsku stjórninni og hún bauð betur
en meirihluti Alþingis fór fram á þegar heimastjórnin fékkst á endanum
UPP úr aldamótunum. í öðru lagi er ekki annað að sjá en áætlun Jóns Sig-
Ufðssonar hafi heppnast fullkomlega. Geysileg umbylting í efnahagslífi
andsmanna á áratugunum sitthvoru megin við síðustu aldamót gróf smám
Saman undan forneskjulegum höftum á persónufrelsi manna; eins þegar
fullnaðarsigur vannst í sjálfstæðisbaráttunni voru íslendingar vel í stakk
húnir til að reka eigin ríkisvald og þurftu ekki að vera upp á náð Dana
h°mnir.7y Þróunin var því nákvæmlega eins og Jón hafði óskað sér, þ. e.
ankin velmegun gerði á endanum fullt stjórnfrelsi mögulegt.
Niðurstöður
margan hátt er staða Jóns Sigurðssonar sem opinberrar táknmyndar ís-
er>skrar þjóðernisbaráttu harla óvenjuleg. í fyrsta lagi er erfitt að finna í
PVl sem eftir hann liggur þann neista sem þarf til að tendra bál hugsjóna og
Vetja menn til baráttu við ofurefli. Stjórnmálagreinar Jóns eru sannarlega
skrifaðar af djúphygli og víðtækri þekkingu, en varla hafa þær verið við al-
Pýðusmekk. I öðru lagi gekk lífssýn Jóns oft í berhögg við skoðanir helstu
umbjóðenda hans, og var reyndar oft nær því sem viðgekkst í Kaupmanna-
ðfn en á íslandi. í þriðja lagi þurfti Jón aldrei að sæta ofsóknum af hendi
”°vinarins“ - þvert á móti var hann beint eða óbeint á launum hjá Dana-
stJórn mestalla ævi sína.80
Svo einkennilegt sem það má virðast hefur þetta allt tryggt stöðu Jóns
'gurðssonar í íslandssögunni. Sú staðreynd að Jóni tókst að mestu að
etja sig yfir flokkadrætti síns tíma og það að fæstir vita svo gjörla hvernig
ann sá fyrir sér framtíð þjóðarinnar hefur gert síðari tíma íslendingum