Andvari - 01.01.1997, Side 66
64
NIS PETERSEN
ANDVARI
Og þar voru menn
og þar var leikur hafinn
- og þú varst þar eftir,
en hvar var ég þá?
Stjörnuhrap
Ég er að hugsa, meðan stjarna hrapar - hvirflar sér niður
af himni og slokknar, en hvar aðeins hinn alvísi veit.
Getur skeð að einhvers staðar sé góðum vinskap slitið
og glóðin, sem niður féll, væri stjarna sem grét?
Nú hugsa ég angurvær um vini, sem ég sveik,
og síðan um beiskan skaðann, sem byrjaði í leik,
og brátt um hundruð hluta, sem ég hef viljað, síðan gleymt,
og svo um hvern fífldjarfan ásetning kyrktan í glensi.
Mér verður hugsað um hálfa sannleikans haltrandi mergð
og hinna fullþroskuðu lyga í glitrandi skrúða,
og allt sem minnast má - löngum logið, skilið við,
skyldi nú berast mér eins og eimur undir stjarnanna nótt.
Ég geng og vil gleyma - en gleymi að ganga,
- mig grunar, og veit svo að skuggi minn er staðnaður,
því stjörnurnar hafa hvirflað - hvirflað sér niður
af himni og slokknað, en hvar aðeins hinn alvísi veit.
Nis Petersen (1897-1943) var eitt kunnustu skálda Dana af sinni kynslóð. Fyrsta
ljóðabók hans kom út 1926 og síðan margar fleiri. Pá samdi hann einnig prósaverk,
en veigamest þeirra er Sandalmagernes gade (1930), stór söguleg skáldsaga sem gerist
í Róm á keisaratímanum. Smásögur Nis Petersens eru ýmsar taldar meðal klassískra
verka af því tagi í dönskum bókmenntum, en ljóðin teljast þó einna persónulegasta
framlag höfundarins. - Þýðandi þeirra tveggja ljóða sem hér birtast hefur samið yfir-
litsgrein um skáldskap hans og stormasama ævi, „Danska skáldið Nis Petersen1' >
Eimreiðinni, LXX. árgangi 1964,135-145.