Andvari - 01.01.1997, Side 73
andvari
HEIMSPEKI BRYNJÓLFS BJARNASONAR
71
litla hugmynd um og það þyrfti efnafræðing eða eðlisfræðing til að útskýra
raunverulegar orsakir fyrir athöfnum okkar. Ef við trúum þessu hefur það
alvarlegar afleiðingar fyrir siðferðið, því ef athafnir okkar eru bara eitt-
hvað sem gerist af því að það hlýtur að gerast, svona eins og vatnið í pott-
mum hlýtur að sjóða ef það hitnar nógu mikið, þá berum við ekki ábyrgð á
neinu sem við gerum, það gerist bara. Brynjólfur leggur mikla áherslu á að
þetta sé fráleitt, heimsmynd okkar verði að gera ráð fyrir að við veljum og
herum ábyrgð á því sem við gerum. Annars væri ekki til neins að hafa fyrir
því að reyna að bæta sjálfan sig eða bæta heiminn. Hann talar um að sú trú
að við fáum í raun og veru engu ráðið myndi leiða beint í dauðann og í
þessu samhengi grípur hann aftur til þess orðalags að lífsnauðsyn verði
röknauðsyn. Þessvegna telur hann að við verðum að móta nýja heimsskoð-
un þar sem þetta tvennt stangast ekki á eins og það virðist gera við fyrstu
sýn.
I síðari bókum sínum talar hann um að hér stangist á tvö sjónarhorn:
Ytra sjónarhorn sem skoðar heiminn án sérstaks tillits til mannsins, frá
þessu sjónarhorni er maðurinn aðeins einn af hlutum heimsins, við getum
Sagt að þetta sé sjónarhorn vísindanna, og innra sjónarhorn mannsins, en
samkvæmt því veljum við og höfnum, ráðum gerðum okkar. Hann telur að
við verðum að leysa mótsögnina milli orsakalögmálsins og frelsis með því
að læra að bæði sjónarhornin séu rétt að nokkru leyti, en þó takmörkuð
Þannig að þau sýni veruleikann ekki allan eins og hann er. Við þurfum að
iæra að sjá athafnir okkar frá báðum sjónarhornum í senn. Hin nýja heims-
skoðun sem hann dreymir um að verði mótuð ætti að hafa aðferðir til að
skoða veruleikann frá báðum sjónarhornum í senn. Stundum orðar hann
Þetta þannig að andi og efni, sál og líkami, séu í raun og veru eitt og hið
Sama, bara séð frá tveimur sjónarhornum.
Stundum talar Brynjólfur eins og þetta sé alveg augljóst þegar á það er
bent, að mótsögnin hverfi af sjálfri sér þegar við áttum okkur á að andi og
efni sé eitt og hið sama. Stundum virðist hann hinsvegar telja að hér séum
Vlð komin að mörkum þekkingarinnar og við eigum ekki enn vísindi, og
ekki einu sinni orð, sem geti gert þessa einingu anda og efnis skiljanlega,
en vonar þó að í framtíðinni þróist vísindi sem taki tillit til beggja sjónar-
norna. Heimspeki hans má skilja sem tilraun til að Ieggja grundvöll slíkra
vísinda.