Andvari - 01.01.1997, Síða 78
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
Finnur Magnússon
150. ártíð
Á þessu ári er liðin hálf önnur öld frá því að sá íslendingur kvaddi lífið sem
bar ægishjálm yfir landa sína heima og erlendis á fyrri hluta 19. aldar sakir
frægðar og lærdóms. Hann ól aldur sinn að mestu í Kaupmannahöfn og
komst þar til meiri metorða en aðrir íslendingar honum samtíða. Þessi
maður var Finnur Magnússon leyndarskjalavörður konungs. Hann var af
fræðimannakyni í báðar ættir. Ragnheiður móðir hans var dóttir Finns
biskups Jónssonar, en Magnús faðir hans var frá Svefneyjum á Breiðafirði,
bróðir þeirra Eggerts Ólafssonar skálds og Jóns Ólafssonar fornfræðings í
Kaupmannahöfn.
Finnur var fæddur í Skálholti 27. ágúst 1781. Hann nam skólalærdóm hjá
Hannesi Finnssyni, móðurbróður sínum, þar til hann lést, en síðan hjá Geir
biskupi Vídalín og tók hjá honum stúdentspróf vorið 1797 og sigldi þegar
til háskólanáms í Kaupmannahöfn, aðeins 16 ára að aldri. Þar var hann í
skjóli Jóns Ólafssonar, föðurbróður síns. Svo átti að heita að Finnur læsi
lög, en hugur hans mun fremur hafa hneigst að öðru, því að hann gaf út
ljóðabók á dönsku 19 ára gamall. Jóni Svefneyingi gast lítt að þessari ráða-
breytni. Steingrímur Jónsson, síðar biskup, var þá við nám í Kaupmanna-
höfn og festi á blað í dagbók sinni 26. mars 1801 að Finnur yrði föðurbróð-
ur sínum „enn til raunar“ með ljóðagerð sinni. Ljóðakverið hlaut heitið
Ubetydeligheder I og kom út aldamótaárið. Finnur varð styrkþegi af sjóði
Árna Magnússonar árið 1799. Hann kenndi nokkurrar vanheilsu á fyrstu
Hafnarárum sínum og sigldi aftur til íslands 1799, en hafði þá skamma
dvöl. Árið 1801 hélt hann heim á ný án þess að hafa lokið lögfræðinámi.
Fyrstu tvö árin var hann hjá Geir biskupi Vídalín á Lambastöðum, en í
Reykjavík átti hann heima í níu ár. Þar gerðist hann skrifari landfógeta og
30. apríl 1806 varð hann málflutningsmaður við Landsyfirréttinn.
Áratuginn sem Finnur var í Reykjavík fékkst hann enn við skáldskap,
þýðingar og fræðastörf og er varðveitt nokkuð af því tagi frá hendi hans. I
bréfi til þýska fornfræðingsins Friedrichs D. Gráters 8. ágúst 1815 taldi Finn-
ur upp það sem birst hafði eftir hann eða lá fyrir í handriti.1 Þar á meðal