Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Síða 79

Andvari - 01.01.1997, Síða 79
andvari FINNUR MAGNÚSSON 77 voru tveir óútgefnir íslendingaþættir í danskri og latneskri þýðingu ásamt orðasafni. Fyrir þetta hafði hann þegið laun frá Arnanefnd. Það skipti sköpum fyrir Finn að lenda í andstöðu við Jörund hundadaga- konung, sem lét það boð út ganga 6. ágúst 1809 að Finnur mætti hvorki gegna nokkru opinberu starfi né flytja mál fyrir yfirdómi. Valdatíð Jörund- ar varð endaslepp, hinn konunglegi myndugleiki hans var upphafinn og hversdagsleikinn undir dönsku konungsvaldi tók aftur við, og Finnur gekk að fyrri störfum eins og ekkert hefði í skorist. Finnur Magnússon hafði öðlast áhuga á íslenskum og norrænum fræðum á Reykjavíkurárum sínum. Hann þekkti af eigin raun að skilyrðin voru best 1 Höfn að stunda þau með eðlilegum hætti. Haustið 1811 andaðist frænd- kona Finns, Helga Guðmundsdóttir, sýslumanns á Ingjaldshóli. Hún lét eft- ir sig verulega fjármuni sem skiptust milli útarfa. í hlut Finns kom 300 dala virði í jörðum. Einnig var arfsvon í Kaupmannahöfn, því að þetta ár bárust fregnir um að Jón gamli Ólafsson, föðurbróðir Finns, væri annaðhvort far- mn í ljós annað eða þess mætti vænta á hverri stundu. Án efa hefir löngunin til að leggja stund á forn fræði dregið Finn aftur til Kaupmannahafnar. Til þess benda hans eigin orð í bréfi til Bjarna Þor- steinssonar 16. okóber 1811 í sambandi við þýðingu sem hann vann að.2 Það var því ekki eftir neinu að bíða að snúa aftur stöfnum til Kaupmannahafn- ar haustið 1812 þegar sigla mátti landa milli á ný, enda þótt hann ætti þar að fáu vísu að hverfa. Á leiðinni út tafðist skipið í Leith um mánaðar skeið. ^ar naut Finnur gestrisni enskra hefðarmanna sem ferðast höfðu um ís- land. Einnig komst hann í kynni við Archibald Constable, sem gaf út verk Á'alters Scotts. Þá kynntist hann Robert Jamieson, sem þekktur var fyrir Þýðingar og skýringar danskra og þýskra fornkvæða. Upphaf fræðastarfa hegar Finnur kom til Kaupmannahafnar hafði styrjöldin leikið dönsku bjóðina grátt. Þar ríkti efnahagsleg óáran sem endaði með ríkisgjaldþroti. ^ andlega sviðinu voru hins vegar miklar hræringar á fyrstu áratugum ald- arinnar. Nýir menningarstraumar bárust úr suðri til Danmerkur. Þjóðernis- vitund efldist og hafði áhrif á vísindi og fræði. Þjóðirnar horfðu til liðinna alda og sóttu sér þangað efnivið til endurnýjunar á komandi tímum.3 Hndir lok átjándu aldar vaknaði áhugi á tungu og menningu Indverja við háskóla Evrópu. Stofnun The Asiatic Society í Calcutta í upphafi árs 1784 var upphafið. Söfn tóku að viða að sér indverskum handritum og prestar °8 trúboðar kynntu sér trúarrit Indverja jafnframt því sem þeir boðuðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.