Andvari - 01.01.1997, Page 90
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
dóm og mikla elju. Því dapurlegra var að uppskeran á akri fræðanna skyldi
spillast svo mjög sem raun ber vitni.
Störf í Leyndarskjalasafni
Þegar Grímur Thorkelín leyndarskjalavörður tók að nálgast sjötugt leitaði
hann hófanna að fá aðstoðarmann og varð Finnur fyrir valinu. Ráðning
hans var staðfest af konungi 24. september 1823.
Finnur hafði ekki starfað lengi við Leyndarskjalasafnið þegar starfsemi
þess hvíldi að verulegu leyti á herðum hans. Að auki fékkst hann við önnur
störf svo að hann varð að leggja nótt við dag eins og bréf hans votta. í bréfi
til Bjarna Þorsteinssonar 29. september 1826 lýsir hann störfum sínum svo
að hann væri næstum fjötraður við skrifborðið. Einu gilti hvort hann sæti
heima eða í skrifstofu sinni í Leyndarskjalasafninu, á báðum stöðum var sí-
fellt ærið að vinna. Enn hafi honum ekki unnist tími til að leiða hugann að
fyrirlestrahaldi vetrarins sem hefjist þó von bráðar.
Hinn 5. maí 1827 vék hann aftur að störfum sínum í Leyndarskjalasafn-
inu í bréfi til Bjarna og hvernig þau aukist. LFngann úr deginum eða fyrri
hlutann vinni hann þar, síðdegis flytji hann fyrirlestra, en að kvöldinu og í
morgunsár og stundum næturtímann að auki noti hann „til min literære
Concipering og Revision af den latinske Edda og Eddalæren11.38
Heilsu Thorkelíns hrakaði mjög eftir að Finnur gerðist aðstoðarmaður
hans svo að hann lést 4. apríl 1829, þá 77 ára að aldri. Nú kom í hlut Finns
að annast um allt sem því var samfara að skipta um yfirmann. Leyndar-
skjalasafninu var lokað. Fjórum dögum eftir andlát Thorkelíns var Finnur
settur til að gegna störfum leyndarskjalavarðar, honum voru afhentir lyklar
Thorkelíns og nokkuð af skjölum sem Thorkelín hafði borið heim til sín.
Finnur hafði því ærið að starfa við að koma þessu öllu í rétt horf.39 Hinn 10.
apríl varð hann leyndarskjalavörður.
Finnur var kominn fast að fimmtugu þegar hann hreppti þessa stöðu.
Hann var bundinn við mörg störf og því öll von að hann færi að svipast um
eftir aðstoðarmönnum. Fyrir valinu varð N. M. Petersen sem var náinn vin-
ur Rasks og hafði fengist við íslensk og norræn fræði frá unga aldri. Um
nokkurt skeið starfaði Petersen sem kennari við Bernsdorffs Minde, en
þegar sú stofnun var lögð niður árið 1826 lá leið hans brátt til Kaupmanna-
hafnar. Petersen gerðist starfsmaður við Konungsbókhlöðu um tæplega
eins árs skeið haustið 1829, en 27. október 1830 var hann ráðinn til skrá-
setningarstarfa - Registrator - við Leyndarskjalasafnið.
Finnur vann safninu af mikilli elju og stóð fyrirrennara sínum framar að