Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 92

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 92
90 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI skjalaheimilda oft háð leyfi konungs, en sakir þess hvað slíkir starfshættir voru þungir í vöfum var þróunin í þá átt að fela leyndarskjalaverði ákvörð- unartöku um aðgang að heimildum. Á þeim áratugum sem Finnur starfaði við Leyndarskjalasafnið fóru fram afhendingar skjala úr dönskum stjórnarstofnunum til Noregs. Þær hófust í embættistíð Thorkelíns, áður en Finnur kom að Leyndarskjalasafninu, en hann hélt því verki áfram meðan hans naut við.40 Staða leyndarskjalavarðar var tignarstaða. Honum bar að vera viðstadd- ur á hátíðlegum stundum, svo sem við krýningu konungs. Samkvæmt gam- alli hefð var leyndarskjalaverði gert að gæta þess að krýningarlögin væru á altarinu meðan athöfnin fór fram. Þegar Friðrik VI. og María drottning hans voru krýnd í Hallarkirkjunni í Friðriksborg 1815 kom þetta til kasta Gríms Thorkelíns. Árið 1840 voru Kristján VIII. og Karólína Amalía krýnd í sömu kirkju. I það skiptið kom í hlut Finns Magnússonar að vera til staðar eins og sést á mynd af krýningunni. Það var í síðasta skiptið sem konungur var krýndur í Danmörku. Finnur greindi Bjarna Þorsteinssyni frá krýningunni í bréfi 30. september 1840. Hann fór með mikið hlutverk við athöfnina og af því tilefni færði konungur honum dýrmætan hring að gjöf sem hann lét breyta í brjóstnál. Handritasöfnun og handritasala Finnur Magnússon var af kyni fræðimanna í báðar ættir. Afi hans og móð- urbróðir höfðu báðir átt gott safn handrita og langafi hans, séra Jón í Hít- ardal, lagði fram mikinn efnivið í Kirkjusögu Finns Jónssonar. Því má ætla að handritasöfnun og eftirgrennslan um hvar þau væri að finna væri honum í blóð borin. Báðar deildir Hins íslenska bókmenntafélags eignuðust með tímanum töluvert handritasafn. Safn Hafnardeildar varð meira að vöxtum; en báðar gátu státað af að hafa komist yfir hin merkustu handrit. Þessu til viðbótar fengust ýmsir einstaklingar við handritasöfnun á þessum árum og í þeim flokki var Finnur Magnússon. í bréfum til hans jafnt og í bréfum fra honum til hinna fjölmörgu, sem hann skrifaðist á við heima á íslandi, tíðum vikið að handritum. Oftar en ekki hafði bréfritari þær fréttir að færa að slíka gripi sé ekki lengur að finna. Handritaöflun var á stundum for- senda þeirrar útgáfustarfsemi sem íslendingar lögðu hönd að á Hafnarslóð, þar sem Finnur var lífið og sálin. Ekki verður annað séð en menn hafi brugðist vel við tilmælum hans að afla handrita, enda þótt fátt væri orðið um föng þegar Finnur hófst handa um handritasöfnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.