Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 92
90
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
skjalaheimilda oft háð leyfi konungs, en sakir þess hvað slíkir starfshættir
voru þungir í vöfum var þróunin í þá átt að fela leyndarskjalaverði ákvörð-
unartöku um aðgang að heimildum.
Á þeim áratugum sem Finnur starfaði við Leyndarskjalasafnið fóru fram
afhendingar skjala úr dönskum stjórnarstofnunum til Noregs. Þær hófust í
embættistíð Thorkelíns, áður en Finnur kom að Leyndarskjalasafninu, en
hann hélt því verki áfram meðan hans naut við.40
Staða leyndarskjalavarðar var tignarstaða. Honum bar að vera viðstadd-
ur á hátíðlegum stundum, svo sem við krýningu konungs. Samkvæmt gam-
alli hefð var leyndarskjalaverði gert að gæta þess að krýningarlögin væru á
altarinu meðan athöfnin fór fram. Þegar Friðrik VI. og María drottning
hans voru krýnd í Hallarkirkjunni í Friðriksborg 1815 kom þetta til kasta
Gríms Thorkelíns.
Árið 1840 voru Kristján VIII. og Karólína Amalía krýnd í sömu kirkju. I
það skiptið kom í hlut Finns Magnússonar að vera til staðar eins og sést á
mynd af krýningunni. Það var í síðasta skiptið sem konungur var krýndur í
Danmörku.
Finnur greindi Bjarna Þorsteinssyni frá krýningunni í bréfi 30. september
1840. Hann fór með mikið hlutverk við athöfnina og af því tilefni færði
konungur honum dýrmætan hring að gjöf sem hann lét breyta í brjóstnál.
Handritasöfnun og handritasala
Finnur Magnússon var af kyni fræðimanna í báðar ættir. Afi hans og móð-
urbróðir höfðu báðir átt gott safn handrita og langafi hans, séra Jón í Hít-
ardal, lagði fram mikinn efnivið í Kirkjusögu Finns Jónssonar. Því má ætla
að handritasöfnun og eftirgrennslan um hvar þau væri að finna væri honum
í blóð borin. Báðar deildir Hins íslenska bókmenntafélags eignuðust með
tímanum töluvert handritasafn. Safn Hafnardeildar varð meira að vöxtum;
en báðar gátu státað af að hafa komist yfir hin merkustu handrit. Þessu til
viðbótar fengust ýmsir einstaklingar við handritasöfnun á þessum árum og
í þeim flokki var Finnur Magnússon. í bréfum til hans jafnt og í bréfum fra
honum til hinna fjölmörgu, sem hann skrifaðist á við heima á íslandi,
tíðum vikið að handritum. Oftar en ekki hafði bréfritari þær fréttir að færa
að slíka gripi sé ekki lengur að finna. Handritaöflun var á stundum for-
senda þeirrar útgáfustarfsemi sem íslendingar lögðu hönd að á Hafnarslóð,
þar sem Finnur var lífið og sálin. Ekki verður annað séð en menn hafi
brugðist vel við tilmælum hans að afla handrita, enda þótt fátt væri orðið
um föng þegar Finnur hófst handa um handritasöfnun.