Andvari - 01.01.1997, Page 93
ANDVARI
FINNUR MAGNÚSSON
91
Finnur eignaðist verulegt handritasafn, en eftir að hann hafði stofnað
heimili með þeim kostnaði sem því fylgdi kreppti að og þá reyndi hann að
koma þeim í verð. í bréfi til Þorleifs Repps 31. maí 1827 ræðir Finnur fjár-
þröng sína og sölu handrita.42 Á Bretlandseyjum var vaxandi áhugi á nor-
rænum og íslenskum fræðum og í Edinborg var Repp, góðvinur Finns,
bókavörður við Advocates’ Library árið 1826.
Grímur Thorkelín seldi mikið safn bóka og handrita til Skotlands árið
1819. Meirihlutinn voru erlendar bækur á ýmsum málum, en einnig er þar
að finna meginið af þeim bókum, sem gefnar höfðu verið út á íslandi og í
Danmörku og vörðuðu ísland með einhverjum hætti. Að auki voru ein-
stöku handrit.
Lfklegt er að samband hafi verið á milli þess að Repp gerðist bókavörð-
ur við Advocates’ Library og Finnur seldi safninu 56 handritabindi fyrir 120
Pund. Hann virðist ekki hafa verið kræsinn á handrit og sá grunur vaknar
að hann hafi fremur verið að afla sér verslunarvöru en merkra fræðilegra
§agna. Salan til Edinborgar var samt aðeins upphafið að öðru og meira, því
að tveimur árum síðar seldi hann 153 bindi til Oxford fyrir 350 pund.43
Samtímis því stóð hann í samningum við British Museum og á vegum þess
kom samningamaður árið 1830 til að kanna og meta handrit Finns. Sam-
kvæmt skýrslu frá honum bauð Finnur 200 handrit til kaups fyrir 300 pund
°g þótti þetta kostaboð. Endanlega var ekki frá þessum kaupum gengið
fyrr en árið 1837 og er það ártal skráð á handritin.44 Finnur varð bundinn
hsndritum og handritarannsóknum meir en áður þegar konungur tilnefndi
hann hinn 12. apríl 1822 að taka sæti í Árnanefnd við fráfall Abrahams
Kall.
Störf Finns að íslenskum þjóðmálum
Finnur Magnússon var trúr þegn Danakonungs og hvorki haldinn upp-
^isnaranda gegn ríkjandi stjórnskipulagi né sólginn í nýbreytni. Að eðlis-
ari var hann frábitinn umsvifum og opinberu vafstri, en þjóðfélagsstaða
uans olli því að hann átti óhægt með að komast hjá að blanda sér í leikinn
Pegar hann var til þess kvaddur. Hann var of bundinn hinu fastskorðaða
einveldi í Danmörku til að geta orðið virkur þátttakandi í þeim hræringum
^ern vöktu áhuga yngri manna. Þess vegna kallaði Baldvin Einarsson hann
rávilling - renegat - íslendinga.
. Legar áhrifa júlíbyltingarinnar tók að gæta í Danaveldi risu hertogadæm-
ln Upp og kröfðust þess að staðið yrði við 13. grein þýsku sambandslaganna
Sem kvað á um stofnun stéttaþinga í löndum þýska ríkjasambandsins. Frið-