Andvari - 01.01.1997, Page 95
andvari
FINNUR MAGNÚSSON
93
þeirra forsprakki, svo taliter qvaliter. Adresse og svar munt þú hafa lesið, því þau
komu í öll eiginleg fréttablöð.48
Hinn 17. febrúar 1840 skrifaði Finnur Kristjáni konungi VIII. langt og
merkilegt bréf, þar sem hann gat þess að þeir Moltke, fyrrverandi stiftamt-
^aður, hefðu lagt fram sameiginlega tillögu um að efnt yrði til sérstaks
stéttaþings á íslandi í „den oplyste Mænds Forsamling".49 Hann hóf bréfið
a því að segja að enginn væri ófúsari en hann að blanda sér í óviðkomandi
mál. Samt sem áður fyndist honum skylda sín að gera konungi grein fyrir
því hvað löndum sínum þætti velta á miklu hvernig lausnin yrði. Nokkru
áður hafði kansellíið sent rentukammeri uppkast að tilskipun um fulltrúa-
Val af Islands hálfu sem komið var frá embættismannasamkomunni í
^eykjavík um fulltrúaval af íslands hálfu á Hróarskelduþing. Finnur benti
a að hendur embættismannasamkomunnar hefðu verið bundnar af fyrstu
grein tilskipunarinnar 15. maí 1834. Æskilegra hefði verið að hún hefði haft
frjálsar hendur t. a. m. um þinghald á íslandi. Að síðustu bar hann fram þá
bón frá sér og öðrum íslendingum að konungur frestaði að taka endanlega
akvörðun um heilt eða hálft ár svo að íslenska þjóðin fengi að vita nánar
Um konungaskiptin. Bænarskrár kynnu að berast um þátttöku íslands í
stéttaþingunum frá embættismönnum og almenningi.
f*etta bréf kann að hafa ráðið einhverju um hvaða afstöðu Kristján VIII.
tok í alþingismálinu. Jafnvel má segja að greina megi fingraför Finns á úr-
skurði konungs 20. maí s. á. um endurreisn alþingis á íslandi.
I bréfi til Bjarna Þorsteinssonar 29. maí 1840 greindi Finnur frá þeim
hræringum sem fylgdu í kjölfar konungaskiptanna en nefnir ekki boðskap
konungs um innlent þing. Þar kemur skýrt fram að Finnur var meira en
sáttur við einveldið og átti ekki samleið með frjálslyndum öflum í þjóðfé-
^aginu sem vildu brjóta viðjar einveldisins í sundur. í bréfum sínum fer
hann háðulegum orðum um forvígismenn frjálsræðisstefnunnar og málgögn
hennar og harmar óróann sem þetta olli þegar hann segir:
Sorglegar eru að sönnu þessar tilraunir til að raska þeim almenna frið - en á hina síð-
una opna þær augu margra sem áður voru hálfblindir af þeim últraliberalistísku
þokuskýjum eða sjónhverfingum, svo að þessar varla munu framar verða stiórninni
hættulegar.50
I
umræðum um alþingismálið á Hróarskelduþingi 1842 kom skýrt fram
vað Finnur hafði lítið til málanna að leggja og var ósamkvæmur sjálfum
Ser- Fulltrúar ungu kynslóðarinnar, Brynjólfur Pétursson og Jón Sigurðs-
s°n, sneru sér til Balthasars M. Christensens til að freista þess að ná fram
mytingum á alþingisskipuninni eins og hún var lögð fyrir þingið, en leit-
Uðu ekki liðsinnis Finns í fyrstu lotu.