Andvari - 01.01.1997, Page 97
andvari
FINNUR MAGNÚSSON
95
frá allri íslenskri pólitík“.53 Þrátt fyrir takmarkaðan áhuga á stjórnmálum
flutti Finnur Jóni kvæði í báðum þessum veislum.54
Hlutverk Finns í íslenskum stjórnmálum hefir e.t.v. ekki verið metið sem
skyldi. Hann virðist hafa haft ótvíræð áhrif á afstöðu Kristjáns konungs
^III. í sambandi við endurreisn alþingis á íslandi, en hann átti ekki fulla
samstöðu með þeirri kynslóð sem hóf sjálfstæðisbaráttuna og hvarf í skugg-
ann vegna þess.
Einkalíf og hjónaband
Fyrsta áratuginn sem Finnur Magnússon dvaldist í Kaupmannahöfn hafði
hann ekkert fast starf með höndum. Á þeim árum lagði hann gjörva hönd á
margt eins og drepið hefir verið á hér að framan, en fjárhagslega bar hann
jafnan léttan mal og taldi sig tæpast geta stofnað heimili af þeim sökum.
Samt fór svo að Finnur trúlofaðist Nicoline Barbara Dorothea Frydens-
herg um páskaleytið 1819. Hún var dóttir Frydensbergs fyrrum landfógeta
°g fædd í Reykjavík 1. mars 1804 og því rúmlega 15 ára þegar þetta var.
Öjarni Thorarensen og Finnur Magnússon kynntust í Reykjavík 1811-12
þegar Finnur var málfærslumaður í Landsyfirréttinum. Bjarna bárust tíð-
mdin um að Finnur væri heitbundinn og orti til hans gamanvísur sem hefj-
ast á þessum braglínum:
I Freyju katta klær
kominn þá heyrða’ eg Finn
^rúðkaupið var haldið 6. nóvember 1821. Þröngur efnahagur olli því að
Finnur mátti bíða hjónabandssælunnar nokkra hríð og hann fékk brátt að
reyna að ástarsælan er skammvinn. í bréfi sem hann skrifaði Bjarna Þor-
steinssyni sama haust vék hann að einkamálum sínum og væntanlegri
heimilisstofnun og sagðist mundu flytja úr Stúdíustræti til hins nýja heim-
hynnis. Kaup á húsgögnum og gluggatjöldum og fleiru sem til þurfi stefni
honum í gjaldþrot.55
Lárus Sigurðsson sendi Jónasi Hallgrímssyni svohljóðandi lýsingu af
inni Magnússyni í bréfi 26. september 1830:
Magnusen er ófríður maður, efri vörin og nefið slútir fram, og andlitið sýnist mikið
daufdrunga kauðalfegt] á hlið. Ennið dregur alltaf aftur frá brúninni aftur á hvirfil,
en gengur ei upp beint, framan á að sjá eru augun ógn falleg að mér þykir, mjallhvít
og dökkblá, skarplfeg], hrein og ædeí, ennið bjart og hátt og hreint, blikket rólegt,
þenkjandi og aðgætið, talar stillt og gætil[ega].56
hinnur unni mjög konu sinni eins og fram kemur í bréfum hans til Bjarna