Andvari - 01.01.1997, Page 100
98
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
mæli Bjarna Thorarensens í útgáfu Bókmenntafélagsins áður en hann féll
frá og það eignaðist upplagið af ljóðmælum Jónasar Hallgrímssonar litlu
síðar. Hann mátti einnig lifa þann hörmulega atburð þegar upplag þessara
kvæða brann ásamt mörgu öðru af bókum og skjölum félagsins.
Rúnaraunir
Finnur tók sæti í Árnanefnd árið 1822 og 1829 varð hann ritari nefndarinn-
ar. Árið eftir varð hann félagi í Vísindafélaginu danska og Danske Selskab.
Eftir hann liggur ógrynni greina um hin ólíkustu efni í blöðum og tíma-
ritum sem nú liggja grafnar og gleymdar. Einstaka halda samt enn gildi
sínu, t. a. m. grein um verslun Englendinga á íslandi á 15. öld og þann
möguleika að Kolumbus hafi komið hingað til lands 1477.
Rúnakveðskapur færði Finni frægðarorð ungum að aldri, en rúnaráðn-
ingar reyndust Finni viðsjálar áður yfir lauk. Þeir sem kannast á annað
borð við nafn hans tengja það jafnan við ófarir hans í þeim fræðum. Sú
saga er í stuttu máli á þessa leið:
Runamo er örnefni í Blekinge í Svíþjóð. í Danmerkursögu Saxa frá urn
1200 lýsir hann langri rúnaristu á láréttum klöppum. Þar þóttust menn
greina höggvin tákn í dökkan berggang. Saxi hermir svo frá að Haraldur
konungur hilditönn hafi látið letra í klappirnar frásögn af hetjudáðum föð-
ur síns. Valdimar I. Danakonungur lét rannsaka staðinn en án árangurs.
Samt héldu menn áfram að kanna Runamo sem svo var nefndur á máli al-
þýðu. Ole Worm, danskur fornfræðingur, lét rannsaka staðinn árið 1627. Sá
sem það gerði gat nær ekkert lesið og lét svo um mælt að rúnaletrið væri
máð og nær ólæsilegt. Samt þóttist hann finna fjögur rúnatákn. Sænskir og
danskir fornleifafræðingar urðu einnig frá að hverfa án árangurs. Þeirri
kenningu óx fylgi að „risturnar“ væru gerðar af sjálfum höfuðskepnunurn.
Á síðari hluta 18. aldar og í upphafi hinnar 19. átti hún vaxandi fylgi að
fagna. Þannig stóðu sakir þegar Finnur kom til skjalanna.
Hinn 19. ágúst 1833 skrifaði hann Bjarna Þorsteinssyni hvernig það bar
til:
í sumar hefi eg [. . .] verið á flakki, fyrst til Fjóns, [. . .] seinna til Runamo í Bleking,1
Svíaríki, fyrir Vísindafélagið, til að skoða rúnir þær er Saxo segir að Haraldur hildi'
tönn hafi látið þar úthöggva, en hvörjar seinustu lærðir ferðamenn meintu eður
sögðu vera lusum naturæ (meðal þeirra Cynicus Arndt, eftir hvörjum þér líklega
munið) - en það reyndist þó ei svo; samt eru þær mjög bágar aflestrar, eins og þ®r
þegar voru í tíð Valdemars lta, og er ei heldur þá á öðru von.65
Tildrögin að rannsóknarför Finns til Runamo voru þau að P. E. Muller