Andvari - 01.01.1997, Page 101
andvari
FINNUR MAGNÚSSON
99
biskup var að búa Danmerkursögu Saxa til prentunar. Hann sneri sér til
Vísindafélagins danska með bréfi 9. mars 1832 og lagði til að gerð yrði
könnun, þar sem skorið væri úr um hvort rúnirnar á Runamo væru af
mannavöldum eða ekki. Chr. J. Thomsen - ritari fornleifanefndarinnar -
hefði komið á staðinn en treystist ekki til að kveða upp endanlega dóm. Á
fundi í Vísindafélaginu 11. maí s. á. var ákveðið að skipa fjögurra manna
rannsóknarnefnd. Auk Finns urðu fyrir valinu J. G. Forchhammer, prófess-
0r í jarðfræði, Chr. Molbeck sagnfræðingur og C. F. Christensen málari.
Rúnir skyldu vera sérgrein Finns.
Það leið heilt ár áður en hafist var handa, en nálægt miðjum júlí 1833
komu nefndarmenn á vettvang. Rannsókn þeirra fór fram dagana 14. og 15.
Júlí. Feir skoðuðu berggangana við vegslóðann um Runamo, létu hreinsa
t°rf og mold af klöppunum og að því búnu hófst sjálf rannsóknin. Forch-
hammer var valinn til þessa starfs, þar sem hann fullnægði kröfum vísind-
ar>na um óhlutdrægni vegna þess að hann bar ekkert skyn á rúnir. Hann lét
teikna upp bergganginn og kvað upp úr um hvar um höggnar rúnaristur
Vasri að ræða og hvar frostsprungur eða vindrákir. í samræmi við þá niður-
stöðu lét hann gera tvær teikningar. Niðurstaðan varð að hann taldi sig
finna rúnir á 80 metra löngum og 20-30 sentimetra breiðum fleti.
Nefndin tók saman skýrslu um rannsóknina. Chr. Molbeck fjallaði um
Runamo með tilliti til bóklegra heimilda og var gætinn í orðum. Forchham-
mer gerði grein fyrir niðurstöðum sínum og Finnur Magnússon rak lestina
°g taldi að hér væru á ferð - ældgamle Characterer - eldgamlar rúnir, tor-
ráðnar og af ólíkum toga sem ósennilegt væri að yrðu ráðnar. Sum táknin
hefðu greinilegan svip af „de fpnikiske og keltiberiske“, en þörfnuðust
frekari samanburðar. Skýrslan var dagsett 16. nóvember og lesin upp á
fundi í Vísindafélaginu 13. desember 1833. Þar var einnig ákveðið að láta
§era koparstungu af teikningunum.66
Það kom í hlut Finns að glíma við þessa gátu. Hann rýndi í rúnatáknin
mánuðum saman, en hvorki gekk né rak. Hinn 22. maí 1834 hafði hann
fengið sýnishorn af koparristunni. Síðari hluta sama dags greip hann til
Þess ráðs að lesa rúnirnar frá hægri til vinstri eða aftur á bak og þá blasti
Vlð honum orðið hildikinn. Önnur orð fylgdu fljótt á eftir án verulegra erf-
'ðleika. Finni gekk tiltölulega greiðlega að komast fram úr fyrstu vísuorð-
uýum, en þegar lengra leið á þurfti hann á öllu sínu hugviti að halda við
raðninguna. Hann áleit að hér væri um bandrúnir að ræða. Lestraraðferðin
Serði honum kleift að lesa ristuna og fá út úr henni bundið mál undir forn-
Vrðislagi sem fjallaði um Harald hilditönn þegar hann hélt með her sinn til
rávalla til fundar við Hring konung.
í riti sínu Runamo og Runerne lýsti Finnur því hve undrandi hann varð
Pegar hann uppgötvaði hið augljósa samhengi áletrunarinnar og sögunnar