Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 105

Andvari - 01.01.1997, Page 105
andvari FINNUR MAGNÚSSON 103 Runamo og Runerne. í fjórða flokki var á annan tug ritgerða og rita um goðafræði og trúarbragðasögu. í þeim fimmta var talinn upp nær því tugur af útgáfum og þýðingum á latínu sem Finnur hafði lagt hönd að, og í þeim sjötta taldi hann upp þýðingar á dönsku af fornum kvæðum og ritum í óbundnu máli. í sjöunda flokki taldi Finnur upp frumort kvæði á íslensku °g öðrum málum sem birst höfðu í tímaritum eða verið prentuð sérstak- lega. Tveir síðustu flokkarnir voru minnstir að vöxtum, en þar taldi hann t-a.m. upp bækling sem hann átti hlut að vegna átakanna í Fornfræðafélag- inu 1831. Finnur Magnússon sat ekki auðum höndum frekar en áður síðasta ára- tuginn sem hann lifði. Benedikt Gröndal sá hann fyrst haustið 1846. Finnur var fjárhaldsmaður hans og Gröndal heimsótti hann í Klausturstræti á fyrsta sal, þar sem „kerling einhver var fyrir framan hjá honum“. Hann fysti Finni á þessa leið: Finnur var nokkuð hár meðalmaður, en þá orðinn lotinn og laslegur, grannvaxinn og kraftalítill að sjá, mjög lágtalaður og velti nokkuð völunni; ekki var hann fjörlegur, hvorki í tali né hreyfingum, og var auðfundið, að honum létu betur vísindalegar rann- sóknir og bókagrufl, heldur en það praktíska líf. Herbergi hans voru há, en ekki mjög rúmleg, og þar sem hann sat inni var allt alsett bókum. Finnur var frægur um öll lönd, og fékk hin dýrustu verk að heiðursgjöf, svo sem ferðaverk Gaimardsferðarinnar; hann ók og með Alexander Humboldt og Jakob Grimm, þegar þeir komu til Hafnar. Annars var hann mesta góðmenni.79 Árið 1847 fór heilsu Finns alvarlega að hraka. Brynjólfur Pétursson lýsti sjúkleika hans fyrir Grími Thomsen í bréfi 9. júlí 1847 með þessum orðum: Finnur etasráð hefur verið ofur hrörlegur. Hann hefur kvalist af svefnleysi, og hefur verið svo veikburða, að hann hristist allur og varla getur matast. Pó hefur hann viljað leyna því sem mest. En það er orðið ósköp að sjá hann. Hann er nú nýkominn út á Klampenborg eftir ráði læknira, og kvað segja hann finni undir eins mikinn mun á sér.80 Þetta vildi þó ekki ganga eftir. í bréfi til Gríms Thomsens 9. desember 1847 Sagði Brynjólfur að Finnur væri orðinn „hræðilega aumur“ og hefði lengi ekki komið út úr húsi.81 Finnur Magnússon fékk snemma hið mesta álit á Jóni Sigurðssyni sem fræðimanni. Þegar Finnur lá á banabeði var verið að ganga frá því að Jón fengi starf sem skjalavörður við „den islandske Afdeling af det historisk- archeologiske Archiv“. Sagan segir að frá þessu hafi verið gengið á að- frngadag jóla árið 1847 og þau tíðindi hafi verið það síðasta sem Finni barst fr eyrna í þessum heimi.82 Hann andaðist á aðfangadagskvöld og var lagður ól hinstu hvílu í Assistenskirkjugarði á gamlaársdag. Minnisvarði var síðar reistur á leiði hans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.