Andvari - 01.01.1997, Page 105
andvari
FINNUR MAGNÚSSON
103
Runamo og Runerne. í fjórða flokki var á annan tug ritgerða og rita um
goðafræði og trúarbragðasögu. í þeim fimmta var talinn upp nær því tugur
af útgáfum og þýðingum á latínu sem Finnur hafði lagt hönd að, og í þeim
sjötta taldi hann upp þýðingar á dönsku af fornum kvæðum og ritum í
óbundnu máli. í sjöunda flokki taldi Finnur upp frumort kvæði á íslensku
°g öðrum málum sem birst höfðu í tímaritum eða verið prentuð sérstak-
lega. Tveir síðustu flokkarnir voru minnstir að vöxtum, en þar taldi hann
t-a.m. upp bækling sem hann átti hlut að vegna átakanna í Fornfræðafélag-
inu 1831.
Finnur Magnússon sat ekki auðum höndum frekar en áður síðasta ára-
tuginn sem hann lifði. Benedikt Gröndal sá hann fyrst haustið 1846. Finnur
var fjárhaldsmaður hans og Gröndal heimsótti hann í Klausturstræti á
fyrsta sal, þar sem „kerling einhver var fyrir framan hjá honum“. Hann
fysti Finni á þessa leið:
Finnur var nokkuð hár meðalmaður, en þá orðinn lotinn og laslegur, grannvaxinn og
kraftalítill að sjá, mjög lágtalaður og velti nokkuð völunni; ekki var hann fjörlegur,
hvorki í tali né hreyfingum, og var auðfundið, að honum létu betur vísindalegar rann-
sóknir og bókagrufl, heldur en það praktíska líf. Herbergi hans voru há, en ekki mjög
rúmleg, og þar sem hann sat inni var allt alsett bókum. Finnur var frægur um öll lönd,
og fékk hin dýrustu verk að heiðursgjöf, svo sem ferðaverk Gaimardsferðarinnar;
hann ók og með Alexander Humboldt og Jakob Grimm, þegar þeir komu til Hafnar.
Annars var hann mesta góðmenni.79
Árið 1847 fór heilsu Finns alvarlega að hraka. Brynjólfur Pétursson lýsti
sjúkleika hans fyrir Grími Thomsen í bréfi 9. júlí 1847 með þessum orðum:
Finnur etasráð hefur verið ofur hrörlegur. Hann hefur kvalist af svefnleysi, og hefur
verið svo veikburða, að hann hristist allur og varla getur matast. Pó hefur hann viljað
leyna því sem mest. En það er orðið ósköp að sjá hann. Hann er nú nýkominn út á
Klampenborg eftir ráði læknira, og kvað segja hann finni undir eins mikinn mun á
sér.80
Þetta vildi þó ekki ganga eftir. í bréfi til Gríms Thomsens 9. desember 1847
Sagði Brynjólfur að Finnur væri orðinn „hræðilega aumur“ og hefði lengi
ekki komið út úr húsi.81
Finnur Magnússon fékk snemma hið mesta álit á Jóni Sigurðssyni sem
fræðimanni. Þegar Finnur lá á banabeði var verið að ganga frá því að Jón
fengi starf sem skjalavörður við „den islandske Afdeling af det historisk-
archeologiske Archiv“. Sagan segir að frá þessu hafi verið gengið á að-
frngadag jóla árið 1847 og þau tíðindi hafi verið það síðasta sem Finni barst
fr eyrna í þessum heimi.82 Hann andaðist á aðfangadagskvöld og var lagður
ól hinstu hvílu í Assistenskirkjugarði á gamlaársdag. Minnisvarði var síðar
reistur á leiði hans.