Andvari - 01.01.1997, Page 111
armann jakobsson
í heimana nýja
Skáldkona skapar sér veröld
1. Skáldkona og bókmenntasagan
Baekur eru gjarnan einmitt það sem þær segjast ekki vera í formála eða eft-
tfrnála. f Skólaljóðum sem kennd voru í íslenskum barnaskólum um árabil
er þessi lýsing á því sem þau eru ekki: „Skólaljóðum þessum, handa börn-
um og unglingum, er ekki ætlað að vera fullnægjandi bókmenntalegt úrval
islenzkra Ijóða frá þeim tíma, sem það nær yfir.‘d Ekkert bókmenntalegt
úrval er fullkomið en úrval eru Skólaljóðin fyrir því, fyrstu kynni ungra ís-
lendinga af íslenskri bókmenntasögu. Sú bókmenntasaga sem síðar er lesin
er meðvitað og ómeðvitað miðuð við Skólaljóðin. Peir sem alast upp við
þau hafa fengið hugmynd um útlit íslenskrar bókmenntasögu.
Theodora Thoroddsen er í Skólaljóðunum, ein þriggja kvenna innan um
40 karlmenn, og þar með hluti íslenskrar bókmenntasögu. En hlutur henn-
ar er rýr. Pví kynnast neytendur íslensks Ijóðaúrvals strax í Skólaljóðunum,
þar er fjallað um hana og þulur hennar í 14 línum en næsta skáld á eftir,
Einar Benediktsson fær 38 línur.2 Stigveldið innan bókmenntaúrvalsins
kemur ótvírætt fram í fyrstu kynnum skólabarna af því. Og hlutur
Theodoru skánar lítið er ofar dregur í skólakerfinu. Hún er nefnd á einni
sfðu í Straumum og stefnum sem kenndar eru víða í framhaldsskólum, und-
lr liðnum „Kvennabókmenntir“ en ekki er fjallað um hana í bókmennta-
legu samhengi fyrri hluta 20. aldar.3 í nýrra yfirlitsriti, Bók af bók, er hún
aftur á móti innan þess samhengis en eins konar undirgrein í texta um ævi-
feril Huldu á spássíu, til hliðar við meginmál.4 í Rótum, nýlegri sýnisbók ís-
lenskra bókmennta, eru svo þrjú ljóð eftir hana en engin þula og umfjöllun
1 sJö línum á undan sem er svipað og aðrir höfundar fá. Hins vegar eru þar
af fjórar línur um Skúlamál sem Theodora tók aðeins óbeint þátt í en fá
J^eira vægi en skáldskapur hennar.5 En þrátt fyrir efnislitla umfjöllun í
Pessum bókum nýtur Theodora þar meiri virðingar en í eldra yfirliti, ís-
enskri bókmenntasögu 1550-1950, þar sem hún er ekki nefnd á nafn.6