Andvari - 01.01.1997, Síða 112
110
ÁRMANN JAKOBSSON
ANDVARI
Það er því nokkuð ljóst að þeir sem útskrifast úr íslenska skólakerfinu og
hafa numið íslenska bókmenntasögu af áðurnefndum bókum ættu að vita
að Theodora var til, hvenær og hvar hún er fædd, hverjum hún var gift og
að hún orti þulur og stökur. í sjálfu sér er það ekki afleitt en því miður bæt-
ir háskólanám í íslenskum bókmenntum litlu við. Nú er langt síðan út hefur
komið yfirlitsrit yfir bókmenntir síðari alda sem kennt sé á háskólastigi og
vísað til á lægri stigum náms.7 í Hugtökum og heitum, sem er vissulega bók-
menntasaga auk þess að vera alfræðirit, er Theodora nefnd undir liðnum
„Þula“ en ekki í umfjöllun um nýrómantík.8 Og í lslenskri bókmenntasögu
874-1960 eftir Stefán Einarsson fær Theodora ekki sérstaka umfjöllun, öf-
ugt við skáldin Þorstein Gíslason, Helga Pétursson (Pjeturss), Sigfús
Blöndal, Friðrik Á. Brekkan, Jakob J. Smára, Helga Hjörvar, Lárus Sigur-
björnsson og Bjarna M. Gíslason, svo að einhverjir séu nefndir. Hún er þó
nefnd tvisvar, annars vegar sem eins konar undirdeild Huldu og hins vegar
telur Stefán hana til þjóðrækinna íhaldsmanna, ásamt Guðmundi Friðjóns-
syni og Stephani G. Stephanssyni, andspænis uppreisnarmönnum á borð
við Guðmund Kamban, Sigurjón Jónsson og Sigurð Gröndal.9 Sú bók-
menntasaga er eldri en þau rit sem áður hafa verið nefnd en eigi að síður er
hún sú bókmenntasaga sem háskólanemar verða að notast við og sú við-
bótarfræðsla við Skólaljóðin sem þeir fá um Theodoru Thoroddsen.
Þrátt fyrir aldur eru íslenzkar nútímabókmenntir 1918-1948 eftir Kristin
E. Andrésson enn eitt gagnlegasta yfirlitsrit sem háskólanemar komast í-
Þar er Theodora með á blaði en minna gagn er þó að þeirri umfjöllun en
skyldi. Hún er flokkuð utan stefna og þar með úr bókmenntasögulegu sam-
hengi, undir liðnum „Ýmsir höfundar aðrir“ ásamt Þóri Bergssyni og
Helga Hjörvar, hvað sem hún á sameiginlegt með þeim. Um hana segir
Kristinn: „Theodora Thoroddsen . . ., einn mestur persónuleiki meðal nú-
tíma kvenna á íslandi, hefur í hjáverkum fengizt dálítið við skáldskap, ort
þulur og samið smásögur, og það sem eftir hana liggur fellur ekki úr
gildi . . . Á þulum Theodoru leynir sér eigi snilldar bragur. Er varla að efa,
að hún hefði orðið stórbrotið skáld, hefði hún viljað leggja rækt við að
yrkja.“10 í þessum orðum koma skýrt fram þau vandamál sem bókmennta-
leg umfjöllun um Theodoru hefur lent í: 1. Hinn mikli persónuleiki hennar
skyggir á kveðskapinn þannig að um hann er ekki fjallað. 2. Mönnum verð-
ur starsýnt á það sem Theodora orti ekki í stað þess að takast á við það
sem eftir hana liggur.11
Inngangur Sigurðar Nordal að Ritsafni Theodoru Thoroddsen, sem enn
telst helsta fræðiritgerð um skáldið, er þjakaður af þessu tvennu. Sigurður
fjallar um Theodoru í sex köflum. Sá fyrsti gefur tóninn, þar er sagt frá
deginum sem Theodora kynntist manni sínum, Skúla Thoroddsen. Reynist
hann ekki síður vera aðalpersóna ritgerðarinnar en kona hans, sem