Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Síða 112

Andvari - 01.01.1997, Síða 112
110 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI Það er því nokkuð ljóst að þeir sem útskrifast úr íslenska skólakerfinu og hafa numið íslenska bókmenntasögu af áðurnefndum bókum ættu að vita að Theodora var til, hvenær og hvar hún er fædd, hverjum hún var gift og að hún orti þulur og stökur. í sjálfu sér er það ekki afleitt en því miður bæt- ir háskólanám í íslenskum bókmenntum litlu við. Nú er langt síðan út hefur komið yfirlitsrit yfir bókmenntir síðari alda sem kennt sé á háskólastigi og vísað til á lægri stigum náms.7 í Hugtökum og heitum, sem er vissulega bók- menntasaga auk þess að vera alfræðirit, er Theodora nefnd undir liðnum „Þula“ en ekki í umfjöllun um nýrómantík.8 Og í lslenskri bókmenntasögu 874-1960 eftir Stefán Einarsson fær Theodora ekki sérstaka umfjöllun, öf- ugt við skáldin Þorstein Gíslason, Helga Pétursson (Pjeturss), Sigfús Blöndal, Friðrik Á. Brekkan, Jakob J. Smára, Helga Hjörvar, Lárus Sigur- björnsson og Bjarna M. Gíslason, svo að einhverjir séu nefndir. Hún er þó nefnd tvisvar, annars vegar sem eins konar undirdeild Huldu og hins vegar telur Stefán hana til þjóðrækinna íhaldsmanna, ásamt Guðmundi Friðjóns- syni og Stephani G. Stephanssyni, andspænis uppreisnarmönnum á borð við Guðmund Kamban, Sigurjón Jónsson og Sigurð Gröndal.9 Sú bók- menntasaga er eldri en þau rit sem áður hafa verið nefnd en eigi að síður er hún sú bókmenntasaga sem háskólanemar verða að notast við og sú við- bótarfræðsla við Skólaljóðin sem þeir fá um Theodoru Thoroddsen. Þrátt fyrir aldur eru íslenzkar nútímabókmenntir 1918-1948 eftir Kristin E. Andrésson enn eitt gagnlegasta yfirlitsrit sem háskólanemar komast í- Þar er Theodora með á blaði en minna gagn er þó að þeirri umfjöllun en skyldi. Hún er flokkuð utan stefna og þar með úr bókmenntasögulegu sam- hengi, undir liðnum „Ýmsir höfundar aðrir“ ásamt Þóri Bergssyni og Helga Hjörvar, hvað sem hún á sameiginlegt með þeim. Um hana segir Kristinn: „Theodora Thoroddsen . . ., einn mestur persónuleiki meðal nú- tíma kvenna á íslandi, hefur í hjáverkum fengizt dálítið við skáldskap, ort þulur og samið smásögur, og það sem eftir hana liggur fellur ekki úr gildi . . . Á þulum Theodoru leynir sér eigi snilldar bragur. Er varla að efa, að hún hefði orðið stórbrotið skáld, hefði hún viljað leggja rækt við að yrkja.“10 í þessum orðum koma skýrt fram þau vandamál sem bókmennta- leg umfjöllun um Theodoru hefur lent í: 1. Hinn mikli persónuleiki hennar skyggir á kveðskapinn þannig að um hann er ekki fjallað. 2. Mönnum verð- ur starsýnt á það sem Theodora orti ekki í stað þess að takast á við það sem eftir hana liggur.11 Inngangur Sigurðar Nordal að Ritsafni Theodoru Thoroddsen, sem enn telst helsta fræðiritgerð um skáldið, er þjakaður af þessu tvennu. Sigurður fjallar um Theodoru í sex köflum. Sá fyrsti gefur tóninn, þar er sagt frá deginum sem Theodora kynntist manni sínum, Skúla Thoroddsen. Reynist hann ekki síður vera aðalpersóna ritgerðarinnar en kona hans, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.