Andvari - 01.01.1997, Page 115
andvari
1 HEIMANA NÝJA
113
ar úr skugga stórbrotins persónuleika. Enn hefur þó lítill gaumur verið gef-
inn að hugmyndalegu samhengi skáldskapar hennar en nú verður freistað
þess að hefja þá umræðu, þó að í litlu sé. Nú er skáldskapur Theodoru
Thoroddsen athyglisverður að mörgu leyti og raunar nokkur nýjung í fjöl-
breytni hans, Theodora skrifar jöfnum höndum ævintýri, minningar, þjóð-
sögur og þjóðlífsþætti, yrkir stökur og lengri kvæði. Hér verður þó beint
sjónum að þeim kveðskap hennar sem hefur þótt merkastur, með réttu eða
röngu, þulunum.18 Fyrst verða tvær þulur teknar sem dæmi um hvernig þul-
ur Theodoru eru unnar, síðan verður leitast við að greina helstu hug-
myndaleg einkenni í þulunum.
2. Tilraun um tvær þulur
Theodora fléttar kvæði sín með ýmsu móti eins og þær tvær þulur sem eru
fyrstar í Ritsafni hennar sýna. Sú fyrri (45-6) er á þessa leið:
„Stúlkurnar ganga
sunnan með sjó.“
Mitt út á firði
svam marbendill og hló.
Báran upp að berginu
bylti sér og dó.
Hafmey sat á steini
og hörpuna sló:
„Hafðu við mig stakkaskipti
stúlkukindin mjó;
mig langar svo til landsins
í laufgaðan skóg.
Eg hef litið ungan svein
út á grænum mó,
upp frá þeirri stundinni
enga fann eg ró.
Tindilfætt er lukkan,
treystu henni aldrei þó.
Valt er á henni völubeinið
og dilli-dó.
Gef mér fima fótinn þinn,
þú fær í staðinn sporðinn minn,
kóngurinn lætur kóralinn
í krónuna þína binda,
gljáskeljar og gimsteina
gefur hann þér á linda.
Glóir sól á tinda, -
gaman er að synda