Andvari - 01.01.1997, Page 116
114
ÁRMANN JAKOBSSON
ANDVARI
um Unnar sali
og Ægis lönd,
yztu fram að sævarrönd,
þá Sunna gengur Græði á hönd
og geislabál þau kynda.
Aftansunna svæfir káta vinda“.
Selur sefur á steini,
svíður í fornu meini.
Upp í sveit hann eitt sinn bjó
með fturvöxnum sveini.
Nú er honum um og ó,
á hann „sjö“ í löndum
og urtubörnin „sjö“ í sjó
synda út nteð ströndum -
sofa á skerjum,
synda fram með ströndum.
Hans er mesta hugarfró
að horfa upp til dala.
„Vappaðu með mér Vala.“
Fram á sviði fisk eg dró
og fleytuna mína hlóð.
En „fjármannahríðin
er full með bölmóð".
Hafið er miðjan enda hefur Theodora þuluna með stefi úr gamalli dans-
þulu.19 Par hittum við fyrst fyrir þrjá fulltrúa náttúrunnar. Sá fyrsti er mar-
bendill sem syndir út á firði og hlær. Ómennskur hlátur hans á að sýna
þann óhug sem náttúran getur vakið. Marbendill er klofin skepna, fulltrúi
tveggja heima eins og eldra nafn hans, marmennill, sýnir: að hálfu maður
en að hálfu vatnadýr. Að auki er hlátur marbendils ægilegur af því að í
kunnustu sögunni af honum hlær hann að heimsku mannsins sem bölvar
því sem er honum gott en hlær við því sem flátt er.2() Meginkjarni þeirrar
sögu er: ekki er allt sem sýnist. Marbendill er persónugervingur hennar og
nærvera hans vekur óhug.
Annar fulltrúi náttúrunnar er bára sem byltir sér upp að berginu og deyr.
Með einfaldri náttúrumynd skapar Theodora samhygð (pathos) með nátt-
úrunni sem er lifandi vera með eigin langanir og þrár. Báran getur dáið og
er því hálfmennsk, mörkin milli náttúru og manns eru í sundur. Þriðja sjáv-
arveran sem birtist er hafmey sem situr á steini og slær hörpu. Hún er einn-
ig fulltrúi tveggja heima, kona að ofan en fiskur að neðan, mannleg og
dýrsleg í senn. Harpan sem hún slær gefur henni yfirbragð trega en líka
háska. Hlutverk hafmeyjarinnar er að tæla.21 Hún vill hafa stakkaskipti við
mennska stúlku vegna löngunar í annan heim, í þessu tilviki hinn græna
heim skógarins. Þessi löngun er erótísk, tengd við ungan svein, e.k. skógar-
búa. Hafmeyjan gerir sér grein fyrir hættunum sem í slíkri ást út fyrir eigin