Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 116

Andvari - 01.01.1997, Page 116
114 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI um Unnar sali og Ægis lönd, yztu fram að sævarrönd, þá Sunna gengur Græði á hönd og geislabál þau kynda. Aftansunna svæfir káta vinda“. Selur sefur á steini, svíður í fornu meini. Upp í sveit hann eitt sinn bjó með fturvöxnum sveini. Nú er honum um og ó, á hann „sjö“ í löndum og urtubörnin „sjö“ í sjó synda út nteð ströndum - sofa á skerjum, synda fram með ströndum. Hans er mesta hugarfró að horfa upp til dala. „Vappaðu með mér Vala.“ Fram á sviði fisk eg dró og fleytuna mína hlóð. En „fjármannahríðin er full með bölmóð". Hafið er miðjan enda hefur Theodora þuluna með stefi úr gamalli dans- þulu.19 Par hittum við fyrst fyrir þrjá fulltrúa náttúrunnar. Sá fyrsti er mar- bendill sem syndir út á firði og hlær. Ómennskur hlátur hans á að sýna þann óhug sem náttúran getur vakið. Marbendill er klofin skepna, fulltrúi tveggja heima eins og eldra nafn hans, marmennill, sýnir: að hálfu maður en að hálfu vatnadýr. Að auki er hlátur marbendils ægilegur af því að í kunnustu sögunni af honum hlær hann að heimsku mannsins sem bölvar því sem er honum gott en hlær við því sem flátt er.2() Meginkjarni þeirrar sögu er: ekki er allt sem sýnist. Marbendill er persónugervingur hennar og nærvera hans vekur óhug. Annar fulltrúi náttúrunnar er bára sem byltir sér upp að berginu og deyr. Með einfaldri náttúrumynd skapar Theodora samhygð (pathos) með nátt- úrunni sem er lifandi vera með eigin langanir og þrár. Báran getur dáið og er því hálfmennsk, mörkin milli náttúru og manns eru í sundur. Þriðja sjáv- arveran sem birtist er hafmey sem situr á steini og slær hörpu. Hún er einn- ig fulltrúi tveggja heima, kona að ofan en fiskur að neðan, mannleg og dýrsleg í senn. Harpan sem hún slær gefur henni yfirbragð trega en líka háska. Hlutverk hafmeyjarinnar er að tæla.21 Hún vill hafa stakkaskipti við mennska stúlku vegna löngunar í annan heim, í þessu tilviki hinn græna heim skógarins. Þessi löngun er erótísk, tengd við ungan svein, e.k. skógar- búa. Hafmeyjan gerir sér grein fyrir hættunum sem í slíkri ást út fyrir eigin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.