Andvari - 01.01.1997, Page 117
andvari
f HEIMANA NÝJA
115
heim felast: „Tindilfætt er lukkan, / treystu henni aldrei þó. / Valt er á
henni völubeinið / og dilli-dó.“ Rétt eins og marbendill er hún viturri en al-
mennskir og því varasöm eins og sést á orðinu „dilli-dó“ sem oft er lagt
tröllum í munn.22
I lýsingu hafmeyjarinnar á sjávarlífinu felst draumsýn sem einkennir þul-
ur Theodoru. Þar eru áberandi frelsi og lífsnautn sem felst í að synda án
takmarks og tilgangs, taka boðinu og verða eitt með persónulegri náttúru í
hafi sem er fullt af lífi. Þar ríkja Unnur og Ægir og þar eru kórallar, gljá-
skeljar og gimsteinar. Slíkt skraut er hluti af draumsýn Theodoru, vísar
beint í heim ævintýrisins þar sem undrahlutir og dýrgripir af ýmsu tagi eru
lykilþáttur.23 Annar þáttur þessarar draumsýnar er að synda fram að ystu
sjávarrönd, að endimörkum heimsins. Þar á sér stað goðsögulegt brúðkaup
Sunnu, sólarinnar, og Græðis, guðs hafsins.24 Þau kynda saman geislabál en
Aftansunna, persónugervingur móðurhlutverks sólarinnar, svæfir káta
vinda sem tákna hið fjöruga ungviði. Sólsetrið er heilagt brúðkaup höf-
uðskepnanna, táknmynd um einingu náttúrunnar sem ljóðmælandinn er
hluti af.
Þessi draumsýn er rofin með annarri sögu. Þar er selur í hlutverki haf-
roeyjarinnar en skógurinn sem hún þráði orðinn að sveit þar sem viðfang
hinnar erótísku löngunar selkonunnar, íturvaxinn sveinn, býr. Munurinn
felst í tímanum, þrá hafmeyjarinnar er orðin að eftirsjá selsins sem hefur
uhsst mann sinn og sjö börn á landi. Hér vísar Theodora til sögunnar um
uianninn sem kvæntist sel.25 Selurinn er af sama tagi og marbendill og haf-
nieyjan, að hálfu mennskur en að hálfu dýr, vera sem hefur séð í tvo heim-
ana og getur ekki unað sér eftir það, eins og segir í þulunni: „Hans er
n^esta hugarfró / að horfa upp til dala.“ Sá sem á heima í báðum heimum á
hvergi heima, líf hans er eilíf útlegð. Þulunni lýkur á vísun í gamla þulu um
smala sem elskar stúlku að nafni Völu: „Vappaðu með mér Vala“ segir
hann en sá meinbugur er á að „fjármannahríðin er full af bölmóð.“26 Lífið í
sveitinni er heldur engin sæla. Móðirin sem á sjö börn í sjó og sjö á landi
getur aldrei orðið ánægð á öðrum hvorum staðnum.
Seinni þulan sem hér er tekin sem dæmi (47-9) er byggð upp á annan
hátt. Hún er á þessa leið:
Tunglið, tunglið taktu mig
og berðu mig upp til skýja.“
Hugurinn ber mig hálfa leið
í heimana nýja.
Mun þar vera margt að sjá,
mörgu hefurðu sagt mér frá
þegar þú leiðst um loftin blá
og leizt til mín um rifinn skjá.