Andvari - 01.01.1997, Page 150
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
Þrjú óbirt bréf frá
Stephani G. Stephanssyni
í vor er leið var ég í nokkra daga á Héraðsskjalasafni Akureyrarbæjar og
Eyjafjarðarsýslu að leita að Ameríkubréfum, þe. bréfum sem íslenskir
landnemar í Vesturheimi skrifuðu ættingjum sínum og vinum á Islandi.
Þegar ég var að skoða innihald óskráðs skjalakassa komu allt í einu upp í
hendur mér þrjú bréf með rithendi og undirskrift Stephans G. Stephans-
sonar. Því miður verður nú ferill þessara bréfa ekki rakinn með fullri vissu,
en allverulegar líkur eru þó á að þau hafi borist Héraðsskjalasafninu ásamt
öðrum skjölum frá Árna Bjarnarsyni bóksala. Elsta bréfið er frá 1909, mið-
bréfið frá 1910 og síðasta bréfið frá 1921. Hvergi er viðtakandi bréfanna
ávarpaður með fullu nafni. Bréfið frá 1909 hefst á ávarpinu: „Góði gamli
vinur,“ bréfið frá 1910 á „Góðvinur, Jón minn“ og bréfið frá 1921 á „Elsku
bróðir.“
Böndin berast þó fljótlega að Jóni Jónssyni frá Mýri í Bárðardal. I þess-
um sama kassa á Héraðsskjalasafninu á Akureyri var auk þess eitt bréf frá
Aðalbjörgu Jónsdóttur húsfreyju á Mýri til Jóns Jónssonar, föður síns.
Stephan getur þess að hann og viðtakandinn hafi þekkst ungir menn, hann
talar um mikinn frændgarð hans í nágrenni sínu í Markerville og loks í síð-
asta bréfinu tekur hann af allan vafa, þar sem hann er að þakka viðtakanda
fyrir vísurnar þínar í Lögbergi síðasta! Bréfið skrifar Stephan 17. mars, en í
Lögbergi 10. mars er ljóð eftir Jón Jónsson frá Mýri.
Jón var fæddur á Mýri Bárðardal1 árið 1851 og ólst þar upp. Hann kvænt-
ist árið 1879 Kristjönu Helgu Jónsdóttur frá Fífilgerði í Eyjafirði. Þau hófu
búskap á Mýri árið 1885 á móti foreldrum Jóns og eignuðust 13 börn, ellefu
komust til fullorðinsára. Eiginkonu sína missti Jón árið 1900 og fluttist vest-
ur til Ameríku þremur árum síðar. Hann var þá 53 ára. Með honum flutt-
ust til Vesturheims sjö börn hans, tvö voru farin á undan og eitt fór síðar.
Einungis elsta barn þeirra Jóns og Kristjönu, Aðalbjörg, síðar húsfreyja á
Mýri, varð eftir.
Eins og áður sagði kemur það fram í þessum bréfum Stephans, að hann