Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 150

Andvari - 01.01.1997, Page 150
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Þrjú óbirt bréf frá Stephani G. Stephanssyni í vor er leið var ég í nokkra daga á Héraðsskjalasafni Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsýslu að leita að Ameríkubréfum, þe. bréfum sem íslenskir landnemar í Vesturheimi skrifuðu ættingjum sínum og vinum á Islandi. Þegar ég var að skoða innihald óskráðs skjalakassa komu allt í einu upp í hendur mér þrjú bréf með rithendi og undirskrift Stephans G. Stephans- sonar. Því miður verður nú ferill þessara bréfa ekki rakinn með fullri vissu, en allverulegar líkur eru þó á að þau hafi borist Héraðsskjalasafninu ásamt öðrum skjölum frá Árna Bjarnarsyni bóksala. Elsta bréfið er frá 1909, mið- bréfið frá 1910 og síðasta bréfið frá 1921. Hvergi er viðtakandi bréfanna ávarpaður með fullu nafni. Bréfið frá 1909 hefst á ávarpinu: „Góði gamli vinur,“ bréfið frá 1910 á „Góðvinur, Jón minn“ og bréfið frá 1921 á „Elsku bróðir.“ Böndin berast þó fljótlega að Jóni Jónssyni frá Mýri í Bárðardal. I þess- um sama kassa á Héraðsskjalasafninu á Akureyri var auk þess eitt bréf frá Aðalbjörgu Jónsdóttur húsfreyju á Mýri til Jóns Jónssonar, föður síns. Stephan getur þess að hann og viðtakandinn hafi þekkst ungir menn, hann talar um mikinn frændgarð hans í nágrenni sínu í Markerville og loks í síð- asta bréfinu tekur hann af allan vafa, þar sem hann er að þakka viðtakanda fyrir vísurnar þínar í Lögbergi síðasta! Bréfið skrifar Stephan 17. mars, en í Lögbergi 10. mars er ljóð eftir Jón Jónsson frá Mýri. Jón var fæddur á Mýri Bárðardal1 árið 1851 og ólst þar upp. Hann kvænt- ist árið 1879 Kristjönu Helgu Jónsdóttur frá Fífilgerði í Eyjafirði. Þau hófu búskap á Mýri árið 1885 á móti foreldrum Jóns og eignuðust 13 börn, ellefu komust til fullorðinsára. Eiginkonu sína missti Jón árið 1900 og fluttist vest- ur til Ameríku þremur árum síðar. Hann var þá 53 ára. Með honum flutt- ust til Vesturheims sjö börn hans, tvö voru farin á undan og eitt fór síðar. Einungis elsta barn þeirra Jóns og Kristjönu, Aðalbjörg, síðar húsfreyja á Mýri, varð eftir. Eins og áður sagði kemur það fram í þessum bréfum Stephans, að hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.