Andvari - 01.01.1997, Page 154
152
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Par með Kristi Stefán stendur,
styður æðstu kenning hans.
Því hann grýta hermdar hendur
heimsku böðla nútímans,-
Stefán þennan þrá að gera
þessarar aldar píslarvott.
Síðar þeir úr býtum bera
betri aldar smán og spott.
Hver sem annars vígi veldur
vinnur Kains-merkið sér,
hvort sem að því olla heldur
orð eða verk, hið sama er.
Hugsi eg um sælu og sóma
sonar míns sem fallinn er,
fyrstu’ orð Krists á krossi hljóma
kærleiksrík í huga mér.
Drottinn veit hvað börn hans blekkir -
bestu mönnum villir sjón -
og að vanans heimsku hlekkir
heimsins eru mesta tjón.
Jón Jónsson,
(frá Mýri).
Til að spara mér tíma og fyrirhöfn varðandi skýringar á mönnum og mál-
efnum í bréfunum leitaði ég til þeirra sem ég veit að búa yfir meiri þekk-
ingu en ég, sendi nokkrum vinum mínum ljósrit af bréfunum og bað um
álit þeirra varðandi sitthvað sem þar stendur. Fyrst til Heimis Pálssonar
cand. mag., sem er barna-barna-barn Jóns frá Mýri og margspakur og
óljúgfróður, bæði um ætt sína og annað, þá til prófessors Gunnars Karls-
sonar, sem margt veit um Þingeyinga sem aðrir ekki vita, til prófessors
Helga Skúla Kjartanssonar, sem er fjölfróður um Vesturíslendinga, og til
prófessors Daisy Neijmann í Winnipeg, sem meira veit um bókmenntir
Vesturíslendinga en aðrir. Öll brugðust þau vel við minni hjálparbeiðni og
sendu mér gögn og góð ráð og þakka ég þeim kærlega fyrir hjálpina.
Nivá í Danmörku í júlí 1997.