Andvari - 01.01.1997, Page 155
ANDVARI
ÞRJÚ ÓBIRT BRÉF FRÁ STEPHANI G. STEPHANSSYNI
153
27. febrúar 1909 Box 78
Markerville, Alberta.
Góði gamli vinur. Þökk fyrir forna viðkynningu og bréfið þitt ný-
lega komna. Eitt afþví sem ég bjóst við að sjá í Foam Lake4 ferð-
inni var náttúrlega þú, en svo varð það nú ekki, og auðvitað þótti
mér það slysni, ekki síst vegna þess, að einhverjir gátu þess til við
mig, að þú mundir vera lasinn, þú hefðir svo sterklega búist við
að koma. Jceja, það var gott það var ekki nema það, að þú varst
prettaður um keyrslu, fyrst svona fór.
Já, þökk fyrir bréfið og lýsingarnar á fjölmenninu þínu. Bréfið
gengur hér milli fólksins míns, frœndanna þinna,5 eins og mynda-
bók. Allir vilja sjá œttingjana.
Sjálfur hefi ég orðið „átta barna faðir í Álfheimum.“ Einn
dreng hefi ég misst, sjö á ég lifandi, 4 drengi og 3 stúlkur, öll eins
mannvænleg og fólk gerist, bæði til sálar og líkama og fremur
vönduð í sér.
Baldur er elstur, hægur ífasi og Ijóshár ogfremur stór, sterkur
í betra lagi og hefir gaman afhestum. Hann er giftur og á 2 börn,
son og dóttur, og er nýfarinn að búa sér, 2 mílur héðan.