Andvari - 01.01.1997, Síða 156
154
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Guðmundur er nœstelstur, dökkhœrður og móeygður, hagur á
smíðar, giftur og á líka dóttur og son, býr enn hér heima í húsi á
heimajörð okkar.
Þá er Jakob, dökkhærður meðalmaður, duglegur og ögn mis-
lyndur, seinn til svars og svipar ögn í Bárðardalskynið.
Tvíburarnir eru þœr Stefaný og Jóný. Stefaný er dökkhærð og
móeygð, svipar í föðurkyn mitt, til Guðnýjar heitinnar á Eyja-
dalsá. Jóný er bjarthærð, og bregður til Reykjarhólskynsins,
móðurœttar minnar. Þetta fólk má heita fullorðið og öll eru þau
heima, nema Baldur.
Gestur er yngstur drengjanna, 15 ára, Ijóshærður og líkist lík-
lega Baldri í sjón.
Yngst er Rósa, 8 ára, hálfblökk og nokkuð næm eftir aldri.
Annars mórillast allir mínir krakkar með árafjöldanum.
Þú œttir að bregða þér hingað vestur, með tímanum og sjá
frœndlið þitt. Þetta eru ekki nema liðugar 300 mílur á milli, beint í
vestur. Margt gœti maður skrafað, sem enginn endist til að skrifa.
Ég þakka þér fyrir Ijóðin þín. Ég hefi lesið þau en enga mál-
villu fundið, sem ég þekki. En þar er ekki til „manns að moka“
þar sem ég er, með málfrœðina, barnaskólabarn ræki mig þar í
vörðurnar. Best þykir mér hjá þér „ Ó, íslands þjóð, er ekki mál?“
Svona er ég innrœttur! Öll lýsa kvœðin góðviljuðum manni, en
viðkvæmum. Góð er síðasta vísan í „Fátæka fjölskyldan.“ Ég á
bágt með að lofa eða lasta Ijóð annarra, ekki síst að hœla þeim
við þá sjálfa. Eftir allt, erum við sem kveðum, eins og börn með
gullin sín, við breiðum þau út og sýnum fólkinu þau, og þau eru
því sjaldnast eins mikils virði og okkur. Ég hefi haft að þessu
strákalukku með ruglið mitt, ég veit það.
Kröfur til skáldskaparins eru að breytast, og ég hefi flotið á
breytingunni, það er allt og sumt.
Mér hœttir til að rífa mig upp úr öllum hljóðum, og met það
kannski of mikils hjá öðrum, enda hefir mér verið sagt að ekkert
blítt né innilegt sé til í Ijóðum mínum, og allt sé þar kalt og þurrt.
Þetta bréf er verra en vera ætti, en ég hefi ekki betri tök í bráðina,
því ég vil ekki draga gamlan vin á svari. Kannski getum við sent
línu seinna millum okkar. Konan, mamma og krakkarnir biðja kær-
lega að heilsa þér og þínum, og við sem elst erum og þekktum þig,
óskum alls góðs og berum til þín hlýjan hug frá œskudögum okkar.
Þinn einlægur
Stephan G. Stephansson