Andvari - 01.01.1997, Síða 157
ANDVARI
ÞRJÚ ÓBIRT BRÉF FRÁ STEPHANI G. STEPHANSSYNI
155
★
10. nóvember 1910 Box 78
Markerville, Alberta.
Góðvinur, Jón minn. Pökk fyrir bréf þitt, langt og skemmtilegt,
sem komið er nú fyrir nokkru. Ég var nú einmitt farinn að kvíða
því, og flaug það líka í hug, strax sem ég sendi þér bréf mitt, ið
fyrra, að þér myndi finnast ég taka kvœðunum þínum fálega,
næstum drembilega, því það liggur í grun mínum, að ég hafi þótt
um dagana óhœligjarn í garð annarra kvæðamanna, og mun mér
það talið til stœrilætis og kaldlyndis. Og þó er það nú ekki alveg
maklegt, því ég legg mitt eigið á líka vog og hlut annarra, og er
ekki sérlega „upp með mér“ yfir mínum kveðskap. Eins og þú,
kvað ég ekki í fyrstunni nema við sjálfan mig, bjóst aldrei við að
vera í flokki höfunda, og ásœldist það ekki né reyndi að koma ár
minni þar fyrir borð, því satt að segja, hefði ég getað verið búinn
að koma rugli mínu út í bókarmynd löngu fyrr en nú, því mörg
ár eru síðan að útgefendur og prentsmiðjur voru að vikra að því
við mig að setjast niður og safna því handa sér, en af því ég var
önnum kafinn að hafa ofan affyrir mér og mínum, mátti ég ekki
vera að því, ofan á annað, að kasta í þá margra mánaða gjafa-
vinnu minni við skriftir á því, bara til að gefa prenturum atvinnu,
og útgefendum hagsvon. Það eru eiginlega allt önnur atvik en
metnaður minn, að „Andvökur“ eru orðnar til. Ég lét það á end-
anum viljuglega til við vini mína, sem borguðu mér þau vinnu-
laun við að skrifa upp, sem ég setti þeim, og allt hafa þeir viljað
sem best gera. Okkar á milli, ég fékk $ 500,oo fyrir hérumbil 10
mánaða uppdubbun á „Andvökum,“ og smá aukakostnaði. Ég
sinnti engu öðru þann tíma, og lagði að mér. Vann sunnudaga
eins og sýkna. Auðvitað er ég óæfður bóndi við bókaritun, og
vonum seinni, en að náttúrufari er ég ekki ókjörnari til þess en al-
gengt er.
Ég er nú að segja þér frá þessu, af því ég veit ekki nema að þú
hafir eins mikið gaman af að heyra það, og sumt annað sem al-
mennara væri.
En svo ég komi að því sem ég hvarffrá; mér er nœrri sárt um
alla sem við kveðskap fást, en ég ýti aldrei undir þá. Skáldskapur
er „brauðlaus list,“ og allra veðra vonbrigðulust. En mönnum,
eins og mér og þér, getur verið hamingja að kveðskapnum, sú, að