Andvari - 01.01.1997, Page 160
158
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
ANDVARI
brúkunarlaus, en vil síður sprengja þau fyrir þér, en að því er nú
komið. Allt frændfólk þitt og kun[ningj]ar hér á heimili biðja að
heilsa ykkur og vertu [nú sœll].
Vinsamlegast,
Stephan G. Ste[phansson[
★
17. mars 1921 Box 76.
Markerville, Alberta.
Elsku bróðir.
Ég kem nú ekki til að tefja þig né mig lengi í þetta sinn, - aðeins
meðan ég er að segja: Þakka þér kœrlega fyrir vísurnar þínar í
Lögbergi síðasta! Og ég get sagt þér með sönnu, að tvœr síðustu
vísurnar, sem eru annars efnis en hinar á undan, munu vera, að
mínum dómi, það fallegasta sem sagt hefir verið í þessum Víg-
slóða-ærslum10 enn. En - kollgáta vœri það, nœsta ólíkleg að hitta
á, hversu margir Vestur-íslendingar átta sig á hvert var „fyrsta
orðið, “n eður skilja hvað þú átt við, einkum þeir hérna-kristnuðu.
Svo mun því nú komið.
Ég náði aldrei til þín framar, né vissi hvað afþér varð, í ösinni
í Wynyard í ágúst, eftir að við skyndikvöddumst þarna við pall-
inn, - og var ég þó að líta eftir þér.
Heyrðu - gætir þú ekki brugðið þér vestur hingað, einhvern
tímann í júnílangdegi, þegar gömlum er gott að ferðast, og helst
þegar einhver hátíðabragur væri hér, og búskaparböndin lausust,
svo sem um Islendingadag (17. júní hér), eða við heldrimanna-
heimsóknir í byggðina?
Það œtti að létta þér ögn upp í svip, og frændbálkur þinn hér
er orðinn svo stór.
Þó að skyggi skýið svart
á skin, með dökkva sínum,
sýni sig eitthvað útlitsbjart
augunum Ijósu þínum.
Vertu nú sæll!
Vinsamlega,
Stephan