Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 19
ANDVAHI
Steinþór Sigurðsson
15
Hann er einn þeirra fáu, vísu manna, sem muncli jafnan hafa
haft svör á reiðum höndum við spurningum tíu lærisveina. Auk
þess lét hann sér annt um nemendur í heild og sparaði enga
fyrirhöfn, hvort heldur var í kennslustofu eða í hópferðum, til
þess að koma þeim til nokkurs þroska.
Ungir nemendur eru oftast fljótir að finna, hvað að þeim
snýr af kennarans hálfu, og meta hann og virða eftir því.
LANDMÆLINGAR. Sumarið 1930, árið eftir að Stein-
þór lauk háskólanámi, tók hann í l’yrsta skipti þátt í landmæling-
um herforingjaráðsins á íslandi, en þær höfðu þá legið niðri
urn mörg undanfarin ár. Var aðalnámsgrein hans, stjörnufræði,
hin ákjósanlegasta undirstaða til slíkra starla. Þá um sumarið
vann hann fyrst með kapt. Ulrich að þríhyrningamælingum aust-
an EyjafjarÖar. Síðari hluta sumars fór Steinþór inn á öræfi í
mælingahóp, undir forustu E. Jensens liðþjálfa, sem þá var yfir-
maður landmælinganna.
Árin 1931—1935 vinnur Steinþór ásarnt E. Jensen að mæl-
ingum á norður- og austuröræfum. Hófu þeir mælingar hjá Goð-
dölum í Skagafirði og héldu austur á bóginn, unz þeir luku að
mæla Víðidalsöræli eystra sumarið 1935. Voru mælingamar reikn-
aðar jafnharðan og uppdrættir geröir í mælikvarða 1:200000.
Var jafnan mælt myrkra á milli, þegar veður leyfði, en dimm-
viðrisdagar notaðir til reikninga og teikninga í tjöldunum. Síðan
voru uppdrættirnir hreinritaðir á Geodætisk Institut í Kaupmanna-
höfn. Oftast höfðu þeir Steinþór og Jensen samflot á ferðum
sínum, en skiptu með sér verkum við mælingamar og tóku fyrir
sitt svæðið hvor.
Árið 1936 mælir Steinþór Lónsfjöllin með tveim íslenzkum
aðstoðarmönnum, en fram til þessa höfðu jafnan verið danskir
dátar til aðstoÖar.
Árið 1937 hófust flugmyndamælingar á hálendinu. í sam-
bandi við þær þarf að ákveða kennileiti í landslaginu með nokk-
urra km millibili. Tókst Steinþór á hendur að velja og mæla