Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 60
ANDVARI
Herútboð á íslandi og land-
varnir Islendinga. )
Eftir Björn Þórðarson.
I.
Líklega hafa forfeður vorir talið, er þeir í öndverðu settu hér
lög, að landið væri svo „langt frá öðrum þjóðum“, að óþarft væri
að gera ráð fyrir fjölmennri heimsókn útlendra óvina. í Grágás
er ekki að því innt, að ráðamenn landsins kynni að þurfa að hafa
samtök um almennt herútboð til að verjast útlendum árásarlýð.
Reynzlan var og sú alla tíð þjóðveldisins, að engir menn komu
hingað til árása eða rána og sjálfur Noregskonungur tefldi ekki
í þá tvísýnu að gera út flota og leggja landið undir sig með vopn-
um. í lögbókunum Járnsíðu og Jónsbók voru ekki heldur nein
ákvæði urn almenna skyldu landsmanna til landvarnar, er beint
væri gegn erlendum innrásarher eða ofbeldismönnum. Ákvæði
Jb. í Mh. 3. kap. um ránsmenn og hemað tóku auðvitað jafnt
til varna gegn erlendum sem innlendum ránsmönnum. Þar segir
svo: Nú ræna rnenn eða herja, þá eru allir skyldir til eftir þeirn
að fara, sem sýslumaður krefur eða sá er fyrir ráni eða hemaði
verður. Það er hernaður, er þeir taka menn eða fé manna af
þeim nauðugum eða berja þeir menn eða binda eða særa. —
Orðið hemaður er hér notað um aðfarir ofbeldismanna. í stað
goðanna voru nú komnir sýslumenn konungs, sem halda eiga
uppi lögum í sýslu sinni og vernda almenning og einstaklinga
gegn þessuni hernaði, er þörf krafði. Gat sýslumaður kvatt upp
1) Þcss slcal getið, a<5 ritgerð þessi er tekin saman fyrri hluta árs 1952.