Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 64

Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 64
60 Bjöm Þórðarson ANDVARI það, að Jón Pálsson Maríuskáld, sem var á öndverðum meið við þenna biskup, kom eitt sinn á fund biskupsins eftir stefnu hans og hafði þá til fylgdar 30 týgjaðra manna. Þar sem skipulagðar landvarnir voru engar, var það komið undir dugnaði og harðfylgi einstakra manna og héraðsbúa þar sem útlenda ránsmenn bar að landi, hve vel tókst hverju sinni að reka þá af höndum sér og jafna á þeim. Konungsvaldið kom þar hvergi nærri og svo aumleg var frammistaða þess, að það bar við, að óboðnir útlendir gestir létu greipar sópa um konungs- eignir heima á Bessastöðum. En landsmenn áttu á þessum öld- um einnig mikil friðsamleg viðskipti við útlendingana, Eng- lendinga og Þjóðverja, og hafa notfært sér þau meðal annars til að afla sér vopna, enda eru næg gögn til sönnunar því, að veru- legur vopnakostur hefur verið til hér í landi fram á siðbyltingar- tíma 16. aldar. En það lætur að líkum, að á þessum tímum, sem konungsvaldið sjálft gekk fram á ræningjavísu, hefur það spornað gegn því, að landsmenn efldust að vopnum til varnar sér. „Eftir siðskiptin er svo að sjá sem mjög dragi úr vopnaburði og vopna- eign manna og jafnvel eins og vopnin sópist úr landinu. Er ekki ósennilegt, að meðan Kristján III. taldi vera hylting í landinu eða uppreistarvon, hafi hann beinlínis lagt svo fyrir höfuðsmenn og fógeta, að þeir skyldu draga til sín vopnabirgðir landsmanna og jafnvel fyrirmuna mönnum vopnaburð, þótt ekki finnist neitt skráð um þetta“ (P. E. Ól. Menn og menntir III. 772). Þetta segir maður, sem gaumgæfilega hefur rannsakað sögu íslands á þessum tíma og líf og háttu manna þá. Telja má víst, að athuganir hans um orsakir þverrandi vopnaeignar landsmanna séu réttar. En því má bæta við röksemdir hans, að afvopnun landsmanna hafi einnig átt rætur að rekja til þeirra verzlunar- hátta, sem eftir því sem á öldina leið urðu meir og meir ríkj- andi, að konungur seldi einstökum mönnum einkaleyfi til verzl- unar á tilteknum höfnum og bannaði jafnframt öðrum að sigla þangað. Nú bar það við, að einkaleyfishafinn seldi ónothæfar, sviknar og falsaðar vörur dýru verði, og það henti stundum, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.