Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 64
60
Bjöm Þórðarson
ANDVARI
það, að Jón Pálsson Maríuskáld, sem var á öndverðum meið við
þenna biskup, kom eitt sinn á fund biskupsins eftir stefnu hans
og hafði þá til fylgdar 30 týgjaðra manna.
Þar sem skipulagðar landvarnir voru engar, var það komið
undir dugnaði og harðfylgi einstakra manna og héraðsbúa þar
sem útlenda ránsmenn bar að landi, hve vel tókst hverju sinni
að reka þá af höndum sér og jafna á þeim. Konungsvaldið kom
þar hvergi nærri og svo aumleg var frammistaða þess, að það bar
við, að óboðnir útlendir gestir létu greipar sópa um konungs-
eignir heima á Bessastöðum. En landsmenn áttu á þessum öld-
um einnig mikil friðsamleg viðskipti við útlendingana, Eng-
lendinga og Þjóðverja, og hafa notfært sér þau meðal annars til
að afla sér vopna, enda eru næg gögn til sönnunar því, að veru-
legur vopnakostur hefur verið til hér í landi fram á siðbyltingar-
tíma 16. aldar. En það lætur að líkum, að á þessum tímum, sem
konungsvaldið sjálft gekk fram á ræningjavísu, hefur það spornað
gegn því, að landsmenn efldust að vopnum til varnar sér. „Eftir
siðskiptin er svo að sjá sem mjög dragi úr vopnaburði og vopna-
eign manna og jafnvel eins og vopnin sópist úr landinu. Er ekki
ósennilegt, að meðan Kristján III. taldi vera hylting í landinu
eða uppreistarvon, hafi hann beinlínis lagt svo fyrir höfuðsmenn
og fógeta, að þeir skyldu draga til sín vopnabirgðir landsmanna
og jafnvel fyrirmuna mönnum vopnaburð, þótt ekki finnist neitt
skráð um þetta“ (P. E. Ól. Menn og menntir III. 772).
Þetta segir maður, sem gaumgæfilega hefur rannsakað sögu
íslands á þessum tíma og líf og háttu manna þá. Telja má víst,
að athuganir hans um orsakir þverrandi vopnaeignar landsmanna
séu réttar. En því má bæta við röksemdir hans, að afvopnun
landsmanna hafi einnig átt rætur að rekja til þeirra verzlunar-
hátta, sem eftir því sem á öldina leið urðu meir og meir ríkj-
andi, að konungur seldi einstökum mönnum einkaleyfi til verzl-
unar á tilteknum höfnum og bannaði jafnframt öðrum að sigla
þangað. Nú bar það við, að einkaleyfishafinn seldi ónothæfar,
sviknar og falsaðar vörur dýru verði, og það henti stundum, að