Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 43
ANDVAHI
Tímatal í jarðsögunni
39
Borela eða svalþurra tímabilið. Frá 8.000—6.500 f. Kr.
Atlantíska eða hlýraka tímabilið. Frá 6.500—3.500 f. Kr.
Subboreala eða hlýþurra tímabilið. Frá 3.500—600 f. Kr.
Subatlantíska eða svalraka tímabilið. Frá því 600 f. Kr. og til
vorra daga.
Skörpust eru mörkin milli síðastnefndra tímabila, um 600
f. Kr., á mótum bronz- og járnaldar; þá versnar loftslag mjög
skyndilega, og við taka nokkrar aldir mjög kaldar og rakar, og
telja ýmsir, að endurminningin um þær endurspeglist í goðsögn-
um norrænum um fimbulvetur.
Fram að annarri heimsstyrjöldinni voru áðurnefndar aðferðir
þær þýðingarmestu, er beitt var til aldursákvarðana í postglacíölu
jarðsögunni; en á styrjaldarárunum, meðan flestir atómfræðing-
ar einbeittu sér við rannsóknir í því skyni að framleiða kjam-
orkusprengju, unnu nokkrir vísindamenn að því í kyrrþey við
Chicago-háskóla, undir fomstu Willard Libby, að finna upp og
fullkomna nýja tímatalsaðferð, sem fullyrða má, að brjóta muni
nýtt blað í kvarterjarðfræði- og fornleifarannsóknum. Aðferð þessi
er venjulega nefnd Carbon14 aðferðin, en Carbon er vísinda-
heitið á frumefninu kol.
Hér er ekki tími til að skýra þessa aðferð til hlítar, en þó
skal vikið nokkuð að undirstöðuatriðum hennar.
Vegna stöðugrar skothríðar geimgeisla á gufuhvolf jarðar
myndast stöðugt í gufuhvolfinu nokkuð af s.k. neutronum, þ. e.
órafhlöðnum eindum, vegna kjarnaklofninga í atómum loftteg-
unda. Nær allar þessar neutrónur bindast atómum köfnunarefnis
loftsins. Eðlileg atómþyngd köfnunarefnis er 14, en eftir að hafa
bundið við sig eina neutrónu, er atómþyngd þess orðin 15, en
það heldur sarna sæti í frumefnaröðinni og sömu eiginleikum
og venjulegt köfnunarefni. Það er sem sé orðið þungt köfnunar-
efni Nlr'. Kjami þessa nýja efnis er sjálfkleyfur, úr honum losnar
óðar ein prótóna eða raflilaðin eind. Við það verður þyngdin
aftur 14, en kjaminn hefur misst eina kjarnhleðslu, og er nú
orðin úr þessu sérstök samsæta (isotop) kolefnis, sem nefnist Car-