Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 90
86
Bjöm Þórðarson
ANDVARI
álfunnar. Stórveldi hafði þörf fyrir landið meðan rekstur styrjald-
arinnar varaði og tók sér, þrátt fyrir mótmæli, sjálfræði til að
nota það í þessu skyni svo lengi sem nauðsyn krafði. Hvað sem
öðru leið, skildu íslendingar yfirleitt vel nauðsyn þessara brezku
aðgerða.
Rúmu ári eftir þetta brezka bernám lýsti forseti Bandaríkj-
anna yfir því, að hann yrði að gera allar nauðsynlegar ráðstaf-
anir til að tryggja öryggi þeirra þjóða, sem á vesturhveli jarðar
eru, og var ein af þeirn ráðstöfunum sú, að veita aðstoð til að
verja lsland. Af þessari ástæðu tóku Bandaríkin að sér sumarið
1941 hcrvemd íslands ásamt Bretum, þegar þeir þurftu að nota
setulið sitt hér á landi annars staðar. í samningunum um her-
vernd íslands, sem nú var gerður við stjórn Bandaríkjanna, var
það tekið fram í 1. gr., að Bandaríkin skuldbundu sig til að hverfa
hurtu af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á
sjó, „undir eins og núverandi ófriði er lokið“. En í nokkurskonar
áréttingarorðum Bandaríkjastjórnar við sjálfan samninginn var
meðal annars sagt, að það væri mikilvægt, að varðveitt væri frelsi
og sjálfstæði Islands, vegna þess að hemám þess af hálfu ríkis,
sem hefði á stefnuskrá sinni augljós áform um að ná heimsyfir-
ráðum, mundi beinlínis ógna öryggi allra þjóða á vcsturhvelinu.
Og Bandaríkjastjóm samþykkti herverndarsamninginn með þeim
skilningi, að strax og „núverandi hættulega ástandi í milliríkja-
viðskiptum“ (international emergency) væri lokið, skyldi hinn
ameríski herafli og sjóher látinn hverfa frá íslandi, svo að ís-
lenzka þjóðin og ríkisstjórn hennar réði algerlega yfir sínu
eigin landi.
Hér eftir var það lýðum ljóst, að hervernd Islands var ekki
aðeins nauðsynleg til vemdar Bretlandi og Norður-Atlantshafi,
heldur var hún og orðinn óhjákvæmilegur hlekkur í varnarkerfi
Bandaríkjanna sjálfra gegn árásum austan yfir Atlantshaf. Þetta
var áréttað rækilega í rnest virtu blöðum þessarra þjóða um sama
leyti og þjóðhöfðingjar þeirra viðurkenndu íslenzka lýðveldið
sumarið 1944. The Times sagði, að íslandi hafi þá um skeið