Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 35
ANDVARI
Tímatal í jarðsögunni.
Eftir Sigurð Þórarinsson.
I.
TÍMATALSAÐFERÐIN.
Manneskjunni virðist það áskapaS að vilja vita heiminum
takmörk sett, bæði i tíma og rúmi. Horror infiniti, óttinn við
hið óendanlega, virðist jafn djúpstæður og horror vacui, hræðslan
við tómið. Fram til ársins 1911 gat að lesa í almanaki Þjóðvina-
félagsins, hversu mörg ár væru liðin frá sköpun jarðar. Þau
voru þá orðin 5.875. Er hér farið eftir tímatali Gamlatestament-
isins. Forngrikkir töldu tímann, er liðið hafði frá sköpun heims,
allmiklu lengri. Platon kveður Atlantis hafa sokkið í sæ fyrir
9.000 árum. Persar töldu mannkynið 12.000 ára. Kaldear í
Mesópótamíu töldu það 473.000 ára, sem raunar er næstum
rétt, samkvæmt nútima þekkingu, en heiminn töldu þeir til
orðinn fyrir um 2 milljónum ára. Indverjar töldu um 13 milljónir
ára liðnar frá upphafi Gullaldar, sem er hin fyrsta hinna þriggja
alda heimssögunnar samkvæmt þeirra fræðum.
A miðöldum voru skoðanir fræðimanna í Vesturlöndum um
aldur jarðar algjörlega háðar kenningunt kirkjunnar, og eru leifar
þess tímatal það í almanakinu, er fyrr getur. En á 18. öld er
þekking á jarðlagaskipun og steingjörvingum orðin það mikil, að
einstöku fræðimenn fara að kveða upp úr með það, að jörðin
hljóti að vera eldri en 6 þúsund ára. Nægir hér að nefna rnenn
eins og Voltaire og Buffon. Flestir náttúrufræðingar voru þó
enn fjötraðir viðjum hinna kirkjulegu kenninga. Kennari Sveins