Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 82
78
Björn Þórðarson
ANDVARI
Sennilega hefur stjórnin við nánari íhugun komizt að þeirri
niSurstöSu, aS fyrir ríkissjóSinn væri tvísýnn hagnaSur af hinni
áformuSu herskyldu íslendinga. í kgl. 'auglýsingu til Alþingis
27. maí 1859 um árangur af tillögum og öSrum uppástungum
þingsins 1857, er ekki deilt á þingiS fyrir afgreiSslu útboSsmáls-
ins en aSeins sagt, aS fyrst um sinn verSi viS svo búiS látiS
standa, þar eS Alþingi hafi ráSiS frá, aS slík útboSsskylda verSi
aS svo kornnu lögS á Island.
III.
ÞaS höfSu mörg og mikil tíSindi gerzt í dönskum stjórnmál-
um áSur en þaS kom aftur til orSa aS skylda Islendinga til her-
þjónustu fyrir danska konungsríkiS. I Wienarborg hafSi 30. októ-
ber 1864 veriS gerður samningur milli konungsins í Danmörku
annars vegar og keisara Austurríkis og konungs Prússlands hins
vegar, þar sem konungurinn í Danmörku afsalar í hendur þeim
öllum réttindum sínum til hertogadæmanna Slésvíkur, Holtseta-
lands og Láenborgar og að auki vænum bita af hinu gamla kon-
ungsríki Danmörk. Af því aS yfirskrift samnings þessa er enn í
dag mjög athyglisverð, skal hún tekin hér upp í íslenzkri þýð-
ingu: Hún hljóðar svo:
„I NAFNI HINNAR EINU ALLRAHELGU STU
ÞRENNINGAR"!
Undir svona flaggi sigldi ofbeldið á þeim árum, en nú á
tímum fer það fram undir fána friðarins.
Eftir þenna landamissi Danakonungs voru grundvallarlög
konungsríkisins frá 5. júní 1849 endurskoðuð og gefin út í
nýrri mynd 28. júlí 1866. Var 90. gr. þeirra samhljóða 95. gr.
fyrri laganna, sem tekin var upp hér að framan. Nú var einnig
komið þar, eftir missi hertogadæmanna, að dönskum stjórnmála-
mönnum fannst tíminn kominn að ráða stjórnarmáli íslands til
lykta. Stjórnin lagði því fyrir Alþingi 1867 „Frumvarp til stjóm-
skipunarlaga handa íslandi“, og hljóðaði 63. gr. þessa fmmvarps
þannig: „Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt