Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 28
24
Jón Eyþórsson
ANDVARI
að setja fyrir veturinn 20—30 stengur á svæðið umhverfis Kötlu-
gjá, til þess að mæla næsta sumar hreyfingar jökulsins og snjódýpt
eftir veturinn. Skyldi hver stöng vera 5 m upp úr snjó og
studd með tvöföldum stögum. Vegna undirbúnings og annarra
starfa urðum við ekki tilbúnir fyrr en í byrjun septembennán-
aðar. Mér þótti þetta nokkuð seint og hafði orð á því. En Stein-
þór svaraði þegar með venjulegri bjartsýni: „Blessaður vertu,
það getur verið ágætt veður í september".
Ekki gat ég þrætt fyrir það, og svo lögðum við upp fjórir
saman hinn 7. sept. austur að Ytri-Sólheimum í Mýrdal. Þar
töfðumst við vegna veðurs, en að kvöldi h. 10. erum við komnir
með 7 hestburði farangurs upp á jökuljaðar. Næstu þrjá daga
tekst okkur fjórum að draga allt dótið upp í Kötluskál á jökl-
inum, en þá er þrotinn sá tími, sem þrír okkar höfðu til umráða.
Hafði verið ráð fyrir því gert, og skyldu þrír nýir leiðangurs-
menn mæta okkur við jökuljaðar h. 14. sept. Héldum við nú
allir niður af jökli þann dag í blindþoku, snjómuggu og þungu
færi. Vegalengdin er um 12 km. Á miðri leið átti að vera bambus-
stöng, er við skildum eftir í uppleiðinni. Steinþór réði stefnu
eftir áttavita og tókst það svo vel, að við gengum beint á stöng-
ina, þótt hún sæist ekki nema í fárra skrefa fjarlægð. Um mið-
aftansbil komum við ofan á jökuljaðar og hittum bina nýju jökul-
fara. Var dót þeirra þegar sett á sleðann, og lagði Steinþór sftur
á brattann með þeim, en við hinir héldum til byggða.
Veður reyndist ekki gott í september að þessu sinni. Þeir
félagar voru rúma viku á jöklinum og tókst að reisa og stað-
setja um 20 stengur. í dagbók Steinþórs við 15. sept. segir á
þessa leið:
„Veður bjart og stillt. Þó var þokuslæðingur á jöklinum öðru
hverju framan af degi. Lítið frost. Voru nú mælistengur útbúnar
í snatri, en til þess hafði ekki unnizt tími áður. Var því ekki
hægt að leggja í ferðalag fyrr en um hádegi. Þeir Óli, Bjöm og
Friðrik merktu norðurhluta tveggja eystri stangalínanna, en við
Gunnar nyrztu röðina og vestustu. Setti hvor flokkur 6 steng-