Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 18
14
Jón Eyþórsson
ANDVARI
manna í samráði við stjórn Háskólans til þess að undirbúa
kennslu í verkfræði.
Um þátt Steinþórs í þessum málum leyli ég mér að tilfæra
kafla úr minningargrein, er dr. Trausti Einarsson ritaði um
Steinþór í árbók Háskólans 1947/48:
„Steinþór var yfirleitt manna bjartsýnastur á nýjar fram-
kvæmdir, en á skólamálum sá hann margar bliðar, og hann skil-
aði minnihlutaáliti um verkfræðikennsluna, þar sem hann ásamt
Einari B. Pálssyni réð frá því, að síðara hluta námið yrði flutt
inn í landið. Þessi niðurstaða mun síðar hafa haft veruleg áhrif,
er verkfræðideildin var stofnuð og horfið var frá síðara hluta
kennslu fyrst um sinn. Er verkfræðikennsla hófst við Háskólann,
tók Steinþór að sér eðlisfræðina og hélt þeirri kennslu að mestu
til dauðadags. Enn fremur kenndi hann landmælingu til síðara
bluta prófs þeirn eina árgangi, sem hér tók fullnaðarpróf í verk-
fræði. Steinþór var glöggur á vandamál og þarfir verkfræðideild-
arinnar, og það álit, er hann naut meðal samkennara, má nokkuð
marka af því, að hann var kosinn formaður nefndar, sem Há-
skólinn og Verkfræðingafélagið skipuðu í sameiningu til þess
að gera uppkast að reglugerð fyrir deildina, er hún var stofnuð
að lögum. Enn fremur átti hann sæti í dómnefnd um umsóknir
um prófessorsembættin við stofnun deildarinnar.
Sem kennari var Steinþór sanngjarn og vel látinn, og hann
hafði sérstakt yndi af að fræða aðra. Þess gætti ekki aðeins í
kennslustundum, heldur yfirleitt þar sem Steinþór var með öðr-
um. Hann liafði gott minni og skýra framsetningu og liðuga.
En þó gat hraðinn, sem einatt einkenndi hann, valdið nemönd-
um erfiðleikum, þegar um erfitt efni var að ræða“.
Hér hefur í stuttu máli verið rakinn kennsluferill Steinþórs
við fjórar menntastofnanir í 7 ár. A kennarabraut sinni nýtur
hann vaxandi trausts og aukins frama. Kennslan var honum
auðveld, og hann hélt hverjum manni betri reglu í kennslustund-
urn, án þess að beita aga. Enginn nemandi mundi bafa látið sér
detta í bug að koma Steinþóri í bobba með óvæntri spurningu.