Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 53

Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 53
ANDVARI Tímatal í jarðsögunni 49 sniðum, rekja útbreiðslu þeirra, grófleika og þykkt og finna með því, úr hvaða eldstöðvum þau eru, og reyna síðan að ákvarða sem nánast aldur þeirra með hjálp sögulegra heimilda, ef urn gos eftir landnámsöld er að ræða, eða á annan hátt, svo sem út frá legu þeirra í jarðvegi, afstöðu þeirra til lurkalaga í mómýrum o. s. frv. Svörtu lögin eru miklu fleiri en þau hvítu, líklega 100 sinn- um fleiri, en þau hafa yfirleitt minni útbreiðslu, og þar eð auð- veldara er að rekja hvítu lögin í jarðvegssniðum, hef ég hingað til einkum lagt áherzlu á að rekja þau. Þó eru nokkur svört lög þegar ákvörðuð með öryggi í jarðvegssniðum. Þar á meðal eru frá sögulegum tíma aska úr Kötlu 1918, Heklu 1845, Lakagíg- um 1783, Heklu 1766, Víti í Kröflu 1725, Öræfajökli 1727, Kötlu 1721, Heklu 1693. Eru sum þessara laga mjög útbreidd, svo sem Kötlulagið frá 1918 og Hekluaskan frá 1693, svo og askan úr Skaftáreldum, sem þó er minni en vænta mætti sam- kvæmt lýsingum af gosinu. Helztu ljósu lögin, sem mér er kunnugt urn, eru eftirfarandi, talin eftir hækkandi aldri: Öskjuaskan frá 1875. Hún er efsta ljósa lagið í jarðvegssnið- um Austurlands, frá Jökuldalsheiði suður í Berufjörð. Aska úr gosi Öræfajökuls um 1360, því mikla gosi, er eyddi Litlahérað. Þetta mun vera mesta öskulagið, sem myndazt hefur hér á landi, síðan sögur hófust, verður rakið frá Kúðafljóti austur og norður á Hólsfjöll, og er á þessu svæði efsta ljósa lagið, nema þar sem Öskjulagið er að finna. Næst að aldri er það Ijósa öskulag, er lagðist yfir byggð í Þjórsárdal og á Hrunamannaafrétt og yfir býli eða sel við Hvítár- vatn. Þetta ljósa lag töldum við Hákon lengi vel vera frá Heklu- gosinu 1300, en veigamikil rök hníga að því, að það sé frá fyrsta Heklugosinu síðan sögur hófust, gosinu 1104. Milli Heklu og Búrfells er þetta lag yfir hálfan metra á þykkt, og mun gosið líklega hafa verið hið mesta öskugos hérlendis, eftir að sögur hófust, annað en Öræfajökulsgosið 1362. Þetta lag kalla ég nú 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.