Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 41
ANDVARI
Tímatal í jarðsögunni
37
þetta tímatal í heimalandi sínu. Hann sýndi snemma fram á
það, að það skiptast á þykkri og þynnri hvörf, vegna þess að
lofthiti var misjafn, og þar með bráðnun frá ári til árs, og koma
sömu sveiflur frarn í hvarflagasniðum með tuga og jafnvel hundr-
aða km millibili. Arið 1920 fór De Geer til Bandaríkjanna til
hvarfleirsmælinga og komst að þeirri niðurstöðu, að hægt væri
út frá sveiflum í hvarflagaþykkt að tengja hvörf mæld þar sænska
hvarfatímatalinu. Kallaði hann þetta firðtengingar (telekonnek-
tioner). Samkvæmt þessu átti jökla að hafa leyst af norðurhér-
uðum Bandaríkjanna samtímis og í Miðsvíþjóð, ]i. e. a. s. fyrir
um 10.000 árum, en jarðfræðingar vestra báru brigður á þessar
niðurstöður De Geers og töldu sannað, að ísa hefði leyst af þeim
svæðum, er De Geer rnældi, fyrir um 20.000 árum. Hefir deilan
um þetta staðið alveg fram á síðustu ár, svo sem brátt mun að
vikið.
Önnur tímatalsaðferð, sem á Bandaríkjamanninn A. E.
Douglass að upphafsmanni, nefnist á vísindamáli dendrókrónó-
lógía, eða trjátímatal, og byggist á talningu árshringa í trjám, en
í Bandaríkjunum hagar sérlega vel til að beita þessari aðferð,
því að þar vaxa risafurur, sem verða þúsunda ára gamlar.
Douglass sýndi fram á það, að í árshringunum koma fram sveifl-
ur, svipað og í hvörfunum, er endurspegla breytingu á loftslagi;
meðal annars kemur 11 ára sveifla, s.k. sólbletta sveifla, stund-
um greinilega fram í mismunandi árshringaþykkt. Douglass hefir
tekizt að finna aldur á forsögulegum Indíánabústöðum með því
að athuga árshringi í trjábútum, sem í þeim hafa fundizt, og bera
saman við árshringi í risafurustofnunum, auk þess sem hann og
aðrir hafa getað rakið loftslagssveiflur í Bandaríkjunum síðustu
fjögur þúsund árin á þennan hátt.
Merkileg aðferð til rannsókna á loftslagsbreytingum og sögu
gróðurfars og um leið tímatalsaðferð, sem stundum getur verið
næsta nákvæm, er frjógreiningin (pollenanalys), aðferð lundin
upp í lok síðustu heimsstyrjaldar af Svíanum Lennart von Post,