Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1954, Side 41

Andvari - 01.01.1954, Side 41
ANDVARI Tímatal í jarðsögunni 37 þetta tímatal í heimalandi sínu. Hann sýndi snemma fram á það, að það skiptast á þykkri og þynnri hvörf, vegna þess að lofthiti var misjafn, og þar með bráðnun frá ári til árs, og koma sömu sveiflur frarn í hvarflagasniðum með tuga og jafnvel hundr- aða km millibili. Arið 1920 fór De Geer til Bandaríkjanna til hvarfleirsmælinga og komst að þeirri niðurstöðu, að hægt væri út frá sveiflum í hvarflagaþykkt að tengja hvörf mæld þar sænska hvarfatímatalinu. Kallaði hann þetta firðtengingar (telekonnek- tioner). Samkvæmt þessu átti jökla að hafa leyst af norðurhér- uðum Bandaríkjanna samtímis og í Miðsvíþjóð, ]i. e. a. s. fyrir um 10.000 árum, en jarðfræðingar vestra báru brigður á þessar niðurstöður De Geers og töldu sannað, að ísa hefði leyst af þeim svæðum, er De Geer rnældi, fyrir um 20.000 árum. Hefir deilan um þetta staðið alveg fram á síðustu ár, svo sem brátt mun að vikið. Önnur tímatalsaðferð, sem á Bandaríkjamanninn A. E. Douglass að upphafsmanni, nefnist á vísindamáli dendrókrónó- lógía, eða trjátímatal, og byggist á talningu árshringa í trjám, en í Bandaríkjunum hagar sérlega vel til að beita þessari aðferð, því að þar vaxa risafurur, sem verða þúsunda ára gamlar. Douglass sýndi fram á það, að í árshringunum koma fram sveifl- ur, svipað og í hvörfunum, er endurspegla breytingu á loftslagi; meðal annars kemur 11 ára sveifla, s.k. sólbletta sveifla, stund- um greinilega fram í mismunandi árshringaþykkt. Douglass hefir tekizt að finna aldur á forsögulegum Indíánabústöðum með því að athuga árshringi í trjábútum, sem í þeim hafa fundizt, og bera saman við árshringi í risafurustofnunum, auk þess sem hann og aðrir hafa getað rakið loftslagssveiflur í Bandaríkjunum síðustu fjögur þúsund árin á þennan hátt. Merkileg aðferð til rannsókna á loftslagsbreytingum og sögu gróðurfars og um leið tímatalsaðferð, sem stundum getur verið næsta nákvæm, er frjógreiningin (pollenanalys), aðferð lundin upp í lok síðustu heimsstyrjaldar af Svíanum Lennart von Post,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.