Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 23
andvari Steinjpór Sigurðsson 19
var gerð eftir norsku riti, og átti Steinþór mikinn hlut að út-
gáfu hennar.
Arið 1938 var stofnað Skíðaráð Reykjavíkur, sem er sam-
band skíðafélaganna í Reykjavík. Steinþór var þegar kjörinn for-
maður þess og var það síðan í átta ár. Skíðaráðið leysti af hendi
mikil störf við skipulagningu skíðaíþróttarinnar í Reykjavík og
innan fþróttasambands fslands í heild. Árið 1939 samdi Stein-
þór, ásamt Einari B. Pálssyni, Sktðahandbókina, sem kom út
1940 og 1946. Meginefni hennar er leikreglur skíðaíþróttarinnar,
sem gilt hafa síðan hér á landi. Þeir voru einnig upphafsmenn að
því að gera útreikninga og uppdrætti að skíðastökkbrautum hér
á landi, samkvæmt lögmálum eðlisfræðinnar, svo sem nauðsyn-
legt er, til þess að löng skíðastökk séu ekki lífshættuleg. Fyrsta
stökkbrautin, sem þannig var byggð hér, var gerð 1938 við Kol-
viðarhól eftir fyrirsögn þeirra.
Árið 1946 var Skíðasamband Islands stofnað, til þess að
stjórna málelnum skíðaíþróttarinnar hér á landi innan íþrótta-
sambands íslands. Steinþór hafði undirbúið stofnun sambandsins
og, þótti sjálfkjörinn til þess að vera fyrsti formaður þess, enda
hafði hann fyrir löngu unnið sér traust og virðingu skíðamanna
um allt land. Á þeim skamma tíma, sem Steinþórs naut við sem
formanns Skíðasambandsins, komst starfsemi þess í slíkt horf,
að til fyrirmyndar hefur verið á ýmsan hátt síðan innan íjrrótta-
samtakanna. Steinþór átti einnig sæti í Ólympíuncfnd lslands
1946—47 og hóf þar undirbúning á þátttöku íslenzkra skíðamanna
í Ölympíuleikum.
Hér Iiefur verið gerð grein fyrir nokkrum helztu atriðum í
störfum og forystu Steinþórs Sigurðssonar á sviði skíðaíþróttar-
innar, og er þó rnargt þar ótalið. En þegar í Ijós hafði komið, yfir
hverjum skipulagshæfileikum Steinþór bjó, var óspart farið að
leita til hans við skipulagningu hinna almennu íþróttamála. Stein-
þór gekk að þeim störfum með sarna dugnaðinum og sömu hug-
kvæmninni og endranær, þótt það væri alltaf skíðaíþróttin, sem
var hið eiginlega áhugamál lians á sviði íþróttanna.