Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 95

Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 95
andvari Herútboð á íslandi og landvamir íslendinga 91 þann ávöxt meðal þeirra, að þeir beittu vopnunum gegn sér sjálfum og hlutu þau syndagjöld að glata frelsi þjóðarinnar. En svo liðu tímar og þjóðinni óx aftur nokkur fiskur um hrygg og auðgaðist af viðskiptum við framandi þjóðir að margskonar fjár- munum, gulli, silfri og vopnum. En þá skeði það í annað sinn, að erlent konungsvald með kirkjuna í þjónustu sinni réðst gegn íslendingum. Þá skorti sem fyrr samheldni, og hið útlenda vald beygði þjóðina undir ok sitt. Og nú gerðist það, sem áður var vikið að, að fávísir sýslumenn og fógetar konungsins dæmdu vopnin af íslendingum og fullnægðu þeim dómi með því að brjóta öll vopn landsmanna. Með þessu hófst öld þrælkunar og vesaldóms íslenzku þjóðarinnar. Það urðu siðaskipti á íslandi á fleiri en einn veg á 16. öld. Afvopnunin var öryggisráðstöfun vegna nýrra stjómarhátta og samfara verzlunaránauðinni og vömum landsins, sem í reynd- inni voru fólgnar í vörnum gegn verzlunarviðskiptum landsmanna við utanríkismenn. í vitund dönsku kaupmannanna var afvopn- un landsmanna alla tima svo samgróin skipulagi verzlunarinnar að fyrirsvarsmenn þeirra fullyrtu, að ekki mætti rýmka um verzl- unarfrelsi íslendinga fyrr en gerð væru hervamarvirki á verzl- unarstöðunum. Var þetta ein aðalröksemd þeirra fram á 19. öld. í lok 18. aldar rituðu Magnús Stephensen og Stefán Þórarins- son gegn skrifum kaupmanna og sögðu, að fyrir löngu hefði verið nauðsyn að reisa vamarvirki á íslandi gegn erlendum spellvirkjum, og mæltu báðir eindregið með að svo væri gert, en það bæri ekki að setja það í samband við rýmkun verzlunar- frelsisins.1) Af orðum M. St. er það ljóst, að hann hefur viljað, 1) Sjá rit M. St.: Forsvar £or Islands fomærmede Övrighed, Khavn 1798, bls. 52—53. Á titilblaði þessa rits er þetta íslenzka mottó: Þó að margur upp og aptur ísland níði búðarraptur, meira má en kvikindiskjaptur kraptur guðs og sannleikans. Enn fremur rit Stefáns Þórarinssonar: Tanker . . . , Khavn 1798, bls. 72—73.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.