Andvari - 01.01.1954, Blaðsíða 24
20
Jón Eyþórsson
ANDVARI
Hann var þannig skipaður af þáverandi forsætisráðherra í
milliþinganefnd í íþróttamálum, er starfaði 1938—39, og var aðal-
ritari nefndarinnar. Árangurinn af starfi þeirrar nefndar voru
íþróttalögin, er Alþingi samþykkti 1939. Lög þessi hafa orðið
mikil lyftistöno fyrir íþróttastarfsemina í landinu, bæði í skólum
og félögum. Ásamt Aðalsteini Sigmundssyni átti Steinþór mik-
inn þátt í undirbúningi íþróttalaganna innan milliþinganefnd-
arinnar.
Ýmis önnur slík störf vann Steinþór, og skal hér aðeins greint
frá því, að íþróttanefnd ríkisins fól honum, ásamt fulltrúum frá
ÍSÍ og UMFÍ, að undirbúa stofnun íþróttabandalags Reykja-
víkur.
Steinþór Sigurðsson var í fyllsta skilningi áhugamaður á
sviði íþróttanna, því að hann vann þar öll störf sín vegna áhuga
og sér og öðrum til ánægju, en aldrei vegna persónulegs metnaðar
né hagnaðar.1)
RANNSÓKNARÁÐ. Árið 1939 var stofnuð með lagasetn-
ingu Rannsóknanefnd ríkisins og Steinþór ráðinn framkvæmda-
stjóri hennar — jafnhliða stjóm Viðskiptaháskólans. Skyldi nefnd-
in beita sér fyrir hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á nátt-
úru landsins og hafa eftirlit með rannsóknum erlendra vísinda-
manna, er hingað vildu sækja viðfangsefni. Árið 1941 var nafni
nefndarinnar hreytt í Rannsóknaráð og Atvinnudeild Háskólans
lögð undir yfirstjórn þess. Var Steinþór síðan aðalforstjóri At-
vinnudeildar, rneðan hann lifði.
Rannsóknanefnd tók til starfa um sama leyti og styrjöldin
skall á. Ríkisstjórn og alþjóð manna óttaðist vöruskort og sigl-
ingateppu. Til þess að mæta slíkum erfiðleikum að nokkru, var
1) Þessi kafli um íþróttastarf Steinþórs er ritaður af Einari B. Pálssyni
verkfræðingi. Einar var jafnan nánasti samverkamaður Steinþórs í sambandi
við skíðaíþróttir og tók við formcnnsku í Skíðasambandi íslands að Steinþóri
látnum. J. Ey